BioPol merkti 139 rauðmaga

Starfsmenn BioPol hafa verið á ferð og flugi eins og venjulega og eru mörg spennandi verkefni í gangi. Föstudaginn 11. mars var gerð ferð á Drangsnes og slegist í för með Frigga og félögum á Sigureynni sem voru á rauðmagaveiðum.

Merktir voru 139 rauðmagar og er þetta í fyrsta skipti sem starfsmenn BioPol merkja svo marga rauðmaga í einum túr.

Sunnudaginn 14. mars fóru svo Bjarni og Halldór með Sigurjóni Guðbjarts á Öldunni yfir á Strandir með plóg til að veiða hörpuskel. Ætlunin var að ná lifandi skel til rannsókna á sýkingum. Dregið var á fjórum stöðum; Eyvindafirði, við Selsker, á Reykjafirði og við Kaldbaksvík. Niðurstöðurnar voru afar dapurlegar og náðust aðeins 4 lifandi skeljar á þessum stöðum. Dauðar skeljar sem komu upp voru ekki lengur á hjör og bendir það til þess að þær séu löngu dauðar. Farnir verða túrar austan megin í Húnaflóanum á næstu dögum og ástand skoðað þar.

Sjá myndir úr túrnum HÉR

/ BioPol

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir