Bíll út af veginum í Hegranesi

 Fólksbíll fór út af veginum við bæinn Beingarð í Hegranesi um átta leytið í gærkvöld. Bíllinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Ökumaður kvartaði um eymsli í hálsi og baki og var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki til skoðunar.

Hálka er á vegum og því vert fyrir ökumenn að fara að öllu með gát enda má gera ráð fyrir mikilli umferð í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir