Bílaklúbburinn með aðalfund

Í dag kl 18 verður haldinn aðalfundur Bílaklúbbs Skagafjarðar þar sem hefðbundin aðalfundarstörf verða innt af hendi. Að öllum líkindum verður nýr formaður kosinn til starfa.

Aðalstarfsemi Bílaklúbbsins hin síðari ár er að halda rallýkeppni  í Skagafirði en árið 1991 var fyrsta rallið haldið, styrkt af Hótel Áningu og varð þekkt í akstursíþróttaheiminum sem slíkt. Síðan hefur verið haldið rall nánast á hverju sumri. Að sögn Sigulaugar Dóru Ingimundardóttur (Lullu) stjórnarmanns eru nýjir félagar ávallt velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir