Barokkhátíð á Hólum hefst í kvöld
Nú í kvöld hefst að Hólum í Hjaltadal barokkhátíð en þar er á ferðinni nýstofnuð Barokksmiðja Hólastiftis. Að henni stendur Hóladómkirkja, Akureyrarkirkja, Kammerkórinn Hymnodia og áhugafólk um barokktónlist og barokktímann á Íslandi
Dagskráin er þétt en þátttakendur á hátíðinni byrja á því að koma sér fyrir í gistingu, annað hvort í húsum Ferðaþjónustunnar eða á tjaldsvæði.
20.00 Kvöldvaka í Auðunarstofu
- Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup ræðir um Hólastað á tíma barokksins.
- Pétur Halldórsson segir frá hugmyndinni að stofnun Barokksmiðju Hólastiftis, ræðir um strengjaorgel og segir frá ferð til hljóðfærasmiða í Þýskalandi.
- Ingibjörg Björnsdóttir danskennari segir frá barokkdönsum og námskeiði laugardagsins og ef viðstadda kitlar í iljarnar verða fyrstu barokkdanssporin stigin.
- Söngvarar og hljóðfæraleikarar hittast og ræða um verkefni helgarinnar. Hér er tækifæri til að mynda tónlistarhópa úr þeim efniviði sem þátttakendur hátíðarinnar eru.
- Gönguferð upp í Gvendarskál. Hljóðfæraleikurum og söngvurum er frjálst að hefja upp söng og hljóðfæraslátt og láta fjöllin óma.
Laugardagur 27. júní
8.30 Morgunleikfimi í umsjón Ingibjargar Björnsdóttur.
9.00 Námskeið í barokkdansi hefst. Ingibjörg Björnsdóttir leiðbeinir.
9.00 Meistaranámskeið Mörtu Halldórsdóttur hefst. Námskeiðið er opið áheyrendum.
9.00 Tónlistarhópar hittast til æfinga.
12.00 Hádegishlé
13.00 Námskeið halda áfram og æfingar tónlistarhópa.
16.00 Eyþór Ingi Jónsson, organisti og kórstjóri, ræðir um táknfræði og talnaspeki barokktónlistarinnar. Söngvarar og hljóðfæraleikarar verða e.t.v. nýttir til að gefa tóndæmi.
17.00 Slökun eða áframhaldandi æfingar eftir þörfum.
19.00 Barokkkvöldverður og barokkdansleikur í sal Hólaskóla. Tónlistarfólk á hátíðinni leikur fyrir dansi og velkomið er að troða upp undir borðum.
Sunnudagur 28. júní
11.00 Barokkguðsþjónusta í Hóladómkirkju. Prestur hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup. Organisti og tónlistarstjóri Eyþór Ingi Jónsson.
14.00 Tónleikar í Hóladómkirkju. Þátttakendur á fyrstu barokkhátíð Barokksmiðju Hólastiftis flytja afraksturinn af starfi helgarinnar.
Aðgangur er ókeypis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.