Bakari í yfirstærð
Róbert, yfirbakaradrengur í Sauðárkróksbakarí, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Róbert er að fara af stað með herferð þar sem hann skorar á fólk að baka nú ekki vandræði heldur versla í heimabyggð.
Í tilefni herferðarinnar hefur Róbert látið útbúa fyrir sig í fullri stærð og hyggst koma verkinu fyrir í Skagfirðingabúð. -Ég vona að sem flestir viti hver ég er og ef þeir vita ekki hver ég er þá þekkja þeir mig á skiltinu, segir Róbert og hlær aðspurður um hvernig honum hafi dottið þessi markaðssetning í hug. -En svona spauglaust þá erum við pínulítið bakarí úti á landi en samt vinna hér 15 manns þannig að við erum að skaffa fullt af störfum sem ekki veitir af að halda í heimabyggð. Á því vildi ég vekja athygli, bætir hann við.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.