Bændur fjölmenntu á námskeið hjá Pardus.

Þáttakendur á námskeiðinu ásamt starfsmönnum Pardus og Vélavers sem gáfu þeim góð ráð fyrir heyskapinn. mynd ÖÞ:

Búvélaverkstæðið Pardus á Hofsósi gekkst fyrir námskeiði í meðferð og viðhaldi á rúlluvélasamstæðum nú á dögunum, en eins og kunnugt er hafa slík tæki rutt sér mjög til rúms á síðustu árum. Alls mættu 16 bændur víða að af landinu.

 Farið var yfir vélar af gerðinni Welger.Caes og New Holland en Pardus er umboðsaðili fyrir Vélaver ehf. sem flytur þessar vélar inn. Að sögn Jóhanns Inga verkstjóra hjá Pardus var einkum verið að fara yfir hverju þarf að hlúa að með vélarnar. Ekki síst stillingar sem er mjög mikilvægur þáttur og getur sparað umtalsverða plastnotkun. Mér fannst bændurnir vera ánægðir og ég tel að þeir hafi haft mjög gott af að fara yfir  helstu atriðin varðandi vélarnar svona í byrjun heyskapra" sagði Jóhann Ingi.  ÖÞ:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir