Bæjarstjórn Blönduósbæjar ítrekar mótmæli

Á fundi bæjarstjórnar Blönduóss sem haldinn var í gær var lögð fram bókun þar sem bæjarstjórnin ítrekar áður framkomin mótmæli vegna niðurskurðar ríkisvaldsins vegna fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi.

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun sem samþykkt var samhljóða:
„Bæjarstjórn Blönduósbæjar ítrekar harðlega fyrri mótmæli á þeim niðurskurði fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi á fjárlögum ársins 2010. Niðurskurðurinn er langt umfram það sem flestar aðrar heilbrigðisstofnanir urðu fyrir. Með þessu er verið að vega að grunnstoðum og velferðarþjónustu í héraðinu. Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra, alþingismenn og önnur stjórnvöld að beita sér nú þegar fyrir endurskoðuná fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir