Aukin útgjöld slökkviliða

Á fundi Brunavarna A-Hún. fyrr í vikunni var rætt um drög að nýjum lögum um brunavarnir sem nýverið var lagt fram á alþingi. Ekki gert ráð fyrir kostnaðarauka slökkviliða.

Í nýjum lögum virðist sem færa eigi kostnað af björgun fólks úr bílflökum alfarið yfir til slökkviliða án þess að gert sé ráð fyrir að tekjur fylgi. Brunavarnir A-Húnavatnssýslu hafa sótt kostnað vegna útkalla til tryggingafélaga og telur eðlilegt að svo verði áfram.

Á fundinum var einnig rætt um hvort koma ætti á formlegu samstarfi slökkviliða á Norðvesturlandi með svipuðum hætti og nýverið var gert á Vesturlandi sem og að gera nýjan samstarfssamning sveitarfélaganna um rekstur Brunavarna A-Húnavatnssýslu..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir