Aukaleikarar óskast

Við erum að leita að fólki sem er til í að leika aukahlutverk í stuttmynd eftir Lars Emil Árnason. Myndin verður tekin um helgina 10.-11. apríl, laugardag í Reykjaskóla og sunnudag í Gamla Staðarskála.
Myndin fjallar um ungan mann sem kemur í afleysingastarf á sambýli á landsbyggðinni. Mig vantar fólk til þess að leika heimilismenn á þessu sambýli. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni þar sem við blöndum saman menntuðum leikurum, áhugaleikurum og hressu fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í spennandi stuttmynd.
Um er að ræða brot úr degi á laugardeginum og heilan dag á sunnudeginum.
Skemmtilegur félagsskapur og nægur matur verður á boðstólnum.
Æskilegur aldur er 25 og uppúr. Áhugasamir eru beðnir um að senda mynd af sér, ásamt nafni og símanúmeri á netfangið  katrinbjorgvins@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir