Árvistarbörn í heimsókn

Sveinn sýnir krökkunum hvernig Sjónhornið er brotið um.

Börnin á Árvist, skóladagheimilinu á Sauðárkróki, heimsóttu í síðustu viku fjölda fyrirtækja þar á meðal Nýprent. Það er skemmst frá því að segja að þarna var á ferðinni fróðleiksfús og skemmtilegur hópur barna á aldrinum 6 - 9 ára.

 

Guðný fræðir börnin um þróunina í prentuninni og krakkarnir fræða hana um allt milli himins og jarðar á móti. Góð vöruskipti þetta.

Krakkarnir fengu fræðslu um það hvernig Feykir og Sjónhornið verða til auk þess að vera mynduð í bak fyrir fyrir. Krakkarnir voru síðan leyst út með Svala.
Árvistarbörn vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem tóku á móti þeim í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir