Árkíl ehf byggir Árkíl

Eitt tilboð barst í næta áfanga byggingar nýs leikskóla við Árkíl á Sauðárkróki sem opnað var hinn 10. júní sl. Var þarna um að ræða uppsteypu húss. Eitt tilboð barst frá Árkíl ehf. en heildarupphæð tilboðsins er kr. 84.026.570,-, sem er 98,29% af kostnaðaráætlun hönnuða.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti með tveimur atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa um verkið á grundvelli tilboðsins.
Páll Dagbjartsson óskaði bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar vegna skorts á upplýsingum í undirbúningi málsins. Þá lagði Bjarni Jónsson fram bókun;  "Undirbúningur og framkvæmd þessa verks einkennist af samráðsleysi við minnihlutann. Vegna skorts á gögnum og upplýsingum hefur undirritaður ekki forsendur til að taka afstöðu til tillögu meirihlutans." Segir bókun Bjarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir