Alþingi samþykkir að efla Náttúrustofurnar

Einar K. Guðfinnsson rekur í grein sem hann birtir hér á Feyki.is hvernig það tókst eftir mikla baráttu að Alþingi samþykkti stefnumótandi ályktun um að efla hlutverk Náttúrustofanna. -Þetta er að mínu mati mikilvæg forsenda til þess að styrkja stoðir þessara mikilvægu vísinda og rannsóknarstofnana okkar, segir Einar.

-Merkilegt nokk þá hefur þessara stofnana í engu verið getið í Náttúruverndaráætlunum. Falla þó verkefni þeirra algjörlega að lögbundnu hlutvekri Náttúrustofanna. Nú hefur Alþingi tekið af skarið og ákveðið að Náttúrustofunum sé afmarkað hlutverk á þessu sviði. Þetta á að geta styrkt þessa starfsemi okkar úti á landsbyggðinni. Meðal annars á Sauðárkróki, segir Einar en greinina er hægt að nálgast HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir