Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í skurði
Allt tiltækt lið Brunavarna Skagafjarðar á Sauðárkróki og í Varmahlíð var kallað út um kl 2:15 í nótt. Tilkynnt var um að eldur væri laus í byggingu við hlið Graskögglaverksmiðjunnar við Löngumýri.
Mikill viðbúnaður var að sjálfsögðu viðhafður við þess lags tilkynningu. Þegar á staðinn kom var hinsvegar ljóst að ekki var um eld að ræða í neinni byggingu heldur höfðu einhverjir gert sér litið fyrir og brennt nokkuð magn af rusli í skurðarenda skammt frá gamla verksmiðjuhúsinu.
Auk slökkviliðs var lögregla kölluð til og fer hún með rannsókn málsins.
Að sögn slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar hefur nokkuð borið á því undanfarið að menn leyfi sér að brenna rusli út um alla sveit en slíkt sé bannað með öllu. -Fyrir það fyrsta er alltaf töluverð hætta sem fylgir forgangsakstri bíla í útkalli bæði fyrir almenna vegfarendur og þá slökkviliðsmenn sem eru á leið í útkallið. Þá er mikil mengun af slíkum brunum og hætta er á gróðureldum. Þetta er óásættanlegt með öllu og biður ég fólk um að hugleiða að slíkt hefur töluverðan kostnað í för með sér sem þeir greiðist af þeim sem ábyrgð beri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.