Allir á völlinn - trommurnar lika
feykir.is
Skagafjörður
05.06.2009
kl. 08.32
Stuðningsmannafélag Tindastóls á Facebook hefur sent meðlimum sínum erindi þar sem fólk er hvatt til þess að mæta á annan heimaleik sumarsins hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu.
Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er frítt á völlinn en það er Sauðárkróksbakarí sem bíður áhorfendum inn. Í orðsendingu frá stuðningsmannafélaginu er skorað á ALLA að mæta og hvetja strákana okkar áfram til sigurs. Þá eru áhorfendur hvattir til þess að mæta með skátalúðrana og trommurnar sem annars safna bara ryki uppi í hillu.
Feykir.is tekur undir þessa áskorun og segir: ALLIR Á VÖLLINN:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.