Áfram Ísland – Ekkert ESB

Nú er hafinn fyrsti dagur í fundarherferð Heimssýnar „Áfram Ísland – Ekkert ESB“. Um er að ræða 17 fundi sem farnir verða um allt land á milli 24. og 31. mars. 

Alls verða 21 frummælendur til staðar og munu þau skipta á milli sín þeim stöðum sem farið verður á, 2-3 frummælendur verða á hverjum fundi. Í hópi frummælenda eru núverandi og fyrrverandi þingmenn, fyrrverandi ráðherrar, nemar og fólk úr atvinnulífinu. 

Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.heimssyn.is

Fundir á okkar svæði verða haldnir fyrir Húnavatnssýslur - 27. mars kl. 14:00 í Húnaveri og

Skagafjörð - 30. mars. kl. 20:00 í Ljósheimum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir