Æsispennandi keppni í KS deildinni í gærkvöldi
Fimmgangskeppnin í KS deildinni var æsispennandi en hún fór fram í Svaðastaðahöllinni í gærkvöldi. Bjarni Jónasson hæstur í stigakeppninni.
Mikil barátta var í B-úrslitum en vel útfærðir skeiðsprettir færðu Elvari E. Einarssyni sigur en í A-úrslitum kom Bjarni Jónasson efstur inn og hélt sæti sínu eftir jafna baráttu við Þórarinn Eymundsson. Hryssurnar þeirra Djásn frá Hnjúki og Þóra frá Prestbæ eru miklir gæðingar og má segja að þær eru vel að sigrinum komnar. Með sigrinum tók Bjarni forystuna í stigakeppninni.
Síðasta keppnin verður 7. apríl en þá verður keppt í smala og skeiði og bíða menn spenntir eftir því kvöldi, segir á heimasíðu Svaðastaða.
Úrslit kvöldsins eru:
B-úrslit
- Elvar Einarsson - Smáralind frá Syðra-Skörðugili 6,64
- Magnús Bragi Magnússon - Vafi frá Ysta-Mó 6,62
- Ísólfur Líndal Þórisson - Kraftur frá Efri-Þverá 6,40
- Heiðrún Ósk Eymundsdóttir - Venus frá Sjávarborg 6,40
- Ólafur Magnússon - Ódysseifur frá frá Möðrufelli 5,62
A-úrslit
- Bjarni Jónasson - Djásn frá Hnjúki 7,24
- Þórarinn Eymundsson - Þóra frá Prestbæ 7,12
- Erlingur Ingvarsson - Blær frá Torfunesi 6,60
- Elvar Einarsson - Smáralind frá Syðra-Skörðugili 6,57
- Mette Mannseth - Háttur frá Þúfum 6,38
Myndir Sveinn Brynjar Pálmason
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.