Áætlun um endurreisn

Opin fundur Samfylkingarinnar á Mælifelli Sauðárkróki verður í kvöld, þriðjudaginn 23. júní kl. 20. Á fundunum flytja þingmenn og sveitastjórnarmenn stutt ávörp og svara spurningum um þau stóru og vandasömu mál sem verið er að leiða til lykta í ríkisstjórn og á Alþingi þessar vikurnar.
 
Á fundinum flytja stutt ávörp þingmennirnir Magnús Orri Schram, Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir og Guðbjartur Hannesson ásamt Grétu Sjöfn Guðmundsdóttir forseta sveitarstjórnar.
 
-Við viljum hvetja fólk, bæði flokksbundið og óháð, að koma á fundinn og taka þátt í mikilvægum umræðum um leikreglur og leiðir til endurreisnar, segir í tilkynningu frá Samfylkingarfólki.

Allir velkomnir!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir