Á fjórða tug manns í ljósmyndamaraþoni á Canon degi Tengils

 

Sigrún Heiða sigraði ljósmyndamaraþonið.

Á fjórða tug manns tóku þátt í ljósmyndamaraþoni Tengils og

Sense á Canon degi sem haldinn var í gömlu Matvörubúðinni á Sauðárkróki laugardaginn 6. júní en þá var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur.  Sigurvegari maraþonsins var Sigrún Heiða Pétursdóttir en hún náði að túlka best þau þrjú viðfangsefni sem keppendur áttu að leysa, þ.e. kraftur, gleði/hamingja og Sjómannadagur.  Sigurmyndirnar tók Sigrún á Canon Ixus 850 IS og hlaut hún í verðlaun Canon PIXMA MP620 A4 fjölnota ljósmyndaprentara.

Sense á Canon degi sem haldinn var í gömlu Matvörubúðinni á Sauðárkróki laugardaginn 6. júní en þá var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur.  Sigurvegari maraþonsins var Sigrún Heiða Pétursdóttir en hún náði að túlka best þau þrjú viðfangsefni sem keppendur áttu að leysa, þ.e. kraftur, gleði/hamingja og Sjómannadagur.  Sigurmyndirnar tók Sigrún á Canon Ixus 850 IS og hlaut hún í verðlaun Canon PIXMA MP620 A4 fjölnota ljósmyndaprentara.

Ragnar Pétursson var annar og þiggur hér viðurkenningu frá Pétri Björnssyni.

Í öðru sæti var Ragnar Helgason sem tók sínar myndir á

Canon EOS 50D og hlaut hann Canon PowerShot A480 myndavél í verðlaun. 

Canon EOS 50D og hlaut hann Canon PowerShot A480 myndavél í verðlaun. 

 

Guðbjörg Óskarsdóttir varð þriðja

Í þriðja sæti hafnaði Guðbjörg Óskarsdóttir en hún tók myndirnar á Canon EOS 350D og hlaut hún Canon EF 50mm f/1.8 linsu í verðlaun.

 

 

Tengill, Sense og Canon þakka öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna sem og þeim sem heimsóttu okkur í gömlu Matvörubúðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir