8. flokkur stúlkna sigraði b riðli Íslandsmótsins

Stelpurnar í 8. flokki Tindastóls í körfubolta gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í B-riðli Íslandsmótsins um síðustu helgi. Var þetta í fyrsta skiptið sem þær keppa í B-riðli og árangurinn því enn glæsilegri fyrir vikið.

Þrjár stúlkur voru fengnar að láni úr minniboltanum til að örugglega væri hægt að tefla fram 10 leikmönnum í hverjum leik og ná þannig bónusstiginu. Það voru þær Linda Þórdís, Bríet Lilja og Matthildur sem slógust í hópinn og stóðu sig mjög vel.

Stelpurnar byrjuðu á því að spila við Harðarstúlkur frá Patreksfirði og unnu þann leik mjög örugglega. Því næst unnu þær Fjölni í góðum leik.

Á sunnudeginum léku stelpurnar svo gegn Haukum og unnu þann leik eftir framlengingu. Síðasti leikurinn var síðan gegn KR og vannst hann einnig eftir hörkuleik.

Stelpurnar unnu því alla sína leiki í riðlinum og er árangurinn merkilegri fyrir þær sakir að þær voru að spila í B-riðli í fyrsta skiptið.

Sannarlega rós í hnappagat þjálfara þeirra Halldórs Halldórssonar jr. og eiga stelpurnar sjálfar hrós skilið fyrir frammistöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir