50 ungmenni án sumarvinnu
Samkvæmt könnun Húss Frítímans á aðstæðum ungmenna sem sækja nám í FNV má gera ráð fyrir að 50 ungmenni vanti sumarvinnu í sveitarfélaginu Skagafirði í sumar.
Könnunin var gerð á meðal 105 ungmenna á aldrinum 16 - 18 ára en þar af svöruðu 90 ungmenni könnuninni.
Þeir sem ekki hafa fengið vinnu og hyggjast sækja um hjá Vinnuskóla , verði það í boði eru 30. Þeir sem búast fastlega við að sækja þar sem þau eru ekki komin með örugga vinnu eru 18. Þeir sem hafa fengið vinnu eru 42 . Samkvæmt þessu má ætla að um 50 ungmenni vanti vinnu í sumar.
Kostnaður við V.I.T.2010 fyrir svo stóran hóp er gróflega áætlaður 15-18 milljónir. .Félags-og tómstundanefnd lítur á þetta verkefni sem forgangsmál og óskar eftir því við Byggðaráð að fjármagn verði tryggt. Frístundastjóri hefur kynnt málið í Atvinnu-og ferðamálanefnd og beðið er svars frá Félagsmálaráðuneyti og Lýðheilsustöð við umsókn um styrk í verkefnið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.