15 konur í Skagafirði ljúka Brautargengi

Glæsilegur hópur

Þann 28. maí sl. luku 15 konur í Skagafirði námskeiðinu Brautargengi og var útskriftin haldin á Hótel Varmahlíð.  Þessar konur hafa undanfarnar 15 vikur unnið að viðskiptahugmyndum sínum sem miða að atvinnusköpun í heimabyggð. Þátttakendur sátu tíma hjá fjölbreyttum hópi kennara en kennsla fór fram á Sauðárkróki.

 

Þuríður Harpa tekur við viðurkenningu sinni

Námskeiðið sem haldið er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands með og var að þessu sinni einnig kennt á Akureyri.  Þessir hópar hafa setið saman tvisvar á námskeiðstímanum og haft þar tækifæri til að mynda gott tengslanet sín á milli sem og miðlað af reynslu sinni hvor til annarrar.  Framkvæmd verkefnisins á Sauðárkróki hefur verið unnið í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

 

 

 

Síðastliðið haust fagnaði Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands 10 ára afmæli Brautargengis en í heild hafa tæplega áttunda hundrað konur útskrifast frá því Brautargengisnámskeiðin hófust í Reykjavík. 

 

Veitt var viðurkenning fyrir vel unna viðskiptaáætlun á námskeiðinu og var það Hólmfríður Sveinsdóttir sem fékk viðurkenningu Brautargengis fyrir viðskiptahugmynd innan fyrirtækisins Dýralæknaþjónusta Stefáns Friðrikssonar ehf.

 

Brautargengi er 70 stunda námskeið fyrir athafnakonur sem vilja hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki. Forsenda er að þær hafi viðskiptahugmynd til að vinna með.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir