Aðsent efni

Örbirgð, einsemd, einelti

Áhrifamikil sýning í Félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöld, einleikurinn Gísli á Uppsölum. Frábær og hnitmiðaður flutningur, góðar umræður eftir sýninguna um örlög þessa einstaklings Gísla á Uppsölum, sem lenti í einelti strax í barnaskóla, missti af ástinni, fannst hann ekki geta brugðist móður sinni, lifði í vernduðu umhverfi allt sitt líf, lét hverjum degi nægja sína þjáningu, og lifði alla ævi í einsemd án nokkurra lífsgæða.
Meira

Ágæti kjósandi!

Á morgun, laugardaginn 29. október, verður kosið til Alþingis Íslendinga. Stuttri en snarpri kosningabaráttu lýkur og þjóðin ákveður hverjir fara með stjórnartaumana í landinu næstu fjögur árin. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði finnum fyrir byr í seglin og höfum á ferðum okkar síðustu vikurnar fundið að margir hyggjast binda traust sitt við okkur. Við státum af formanni sem nýtur virðingar og trausts í þjóðfélaginu – langt út fyrir raðir flokksfélaga. Á framboðslista okkar eru öflugir einstaklingar sem bæði í krafti hugsjóna, reynslu og metnaðar vilja gera vel fyrir íslenskt samfélag.
Meira

Hvert skal stefna?

Á morgun er kjördagur, á þeim degi nýtum við Íslendingar kosningarétt okkar til velja okkur forystu í ríkisstjórn. Við valið þurfum við að hafa í huga hvert skuli stefna.
Meira

Lýðræðisvæðum sjávarútveginn!

Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er "endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum. Stóraukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi." Stóraukið frelsi til smábátaveiða merkir hér í raun margföldun í veiði á bolfisk og kvótalausar makrílveiðar. Þá er okkar stefna 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna.
Meira

Kjósendur eru sammála Dögun

Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þau sjónarmið Dögunar að vextir séu allt of háir í landinu. Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þá kröfu Dögunar að leggja beri verðtrygginguna af og skipta verðbólguáhættu á milli fjármálafyrirtækja og skuldara.
Meira

Vilt þú spillingu?

Kjóstu þá núverandi stjórnarflokka. En ef þú ert hugsi yfir ástandinu á Íslandi, ættir þú að staldra við og skoða aðra valmöguleika. Hafðu einnig í huga að:
Meira

Kirkjuklukkum hringt til að sýna íbúum Aleppo samkennd og virðingu

Glöggir bæjarbúar hafa tekið eftir að kirkjuklukkunum hefur verið hringt undanfarna daga kl.17. Ástæðan fyrir því er sú að biskup Íslands hefur beðið presta og sóknarnefndir þjóðkirkjunnar að minnast og biðja sérstaklega fyrir þolendum stríðsátaka í Aleppo. Í bréfi biskups segir m.a:
Meira

Vitlaust gefið í menntakerfinu

Einn af grunnþáttum samfélagsins er menntakerfið og mikilvægt er að allir fái að njóta góðrar menntunar frá bernsku og fram á fullorðinsár. Fjölbreytt nám, hvort sem það er bóknám, iðnnám eða listnám fær fólk til að þroska sína hæfileika. Til þess að það sé hægt þurfum við kennara.
Meira

Hvalfjarðargöng verði gjaldfrjáls

Hvalfjarðargöngin eru löngu orðin hluti hins almenna þjóðvegakerfis. Vegfarendur ættu því að hafa sama umferðarétt um þau án sérstakrar gjaldtöku líkt og aðra þjóðvegi landsins. Ljóst er að ríkið er fyrir löngu komið með allt sitt á þurrt varðandi kostnað vegna ganganna - t.d. er innheimtur virðisaukaskattur vegna þeirra án efa mun meiri en þeir fimm milljarðar sem reiknað var með. Þá hefur ríkið sparað sér bein útgjöld með því að lágmarka algjörlega viðhald og uppbyggingu á Hvalfjarðarvegi sem annars hefði þurft að koma til, ef umferðin hefði áfram þurft að fara í kringum í fjörðinn. Raunar má áætla að íbúar á Akranesi og austnorður um land hafi greitt göngin tvöfalt: annars vegar með gjaldi til Spalar og hins vegar skattgreiðslum og sparnaði hjá ríkissjóði.
Meira

Stóru málin

Jafnaðarstefnan er líklega áhrifamesta stjórnmálahugmynd í okkar heimshluta síðustu hálfa aðra öld. Það er reyndar oft haft á orði að við Íslendingar séum innra með okkur flestir jafnaðarmenn, aðhyllumst hugsjónir um mannúð, virðingu, jöfnuð og réttlæti til handa sérhverjum manni. Þetta eru grundvallarstef og við jafnaðarmenn höldum þeim sleitulaust á lofti í orði og verki, öndvert við ýmsa aðra stjórnmálaflokka.
Meira