Aðsent efni

Hversu heppin er ég?

Síðastliðið vor sat ég full af kvíða, söknuði og gremju og skrifaði pistil um hversu heppin ég væri. Auðvitað snerist pistillinn ekki bara um heppni mína, heldur snerist hann um það hvernig aðstæður eru fyrir fólk sem býr úti á landi og þarf að ferðast langar leiðir til að eignast börn. Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá er ég heppin að eiga systkini í Reykjavík sem geta lánað mér herbergi og veitt mér húsaskjól.
Meira

„Minni yfirbyggingu í fjarskiptabransanum“

Mér datt í hug um daginn þegar ég var að hugsa um kvótakerfið, ef ákveðið væri að minnka yfirbygginguna í fjarskiptageiranum og takmarka fjölda fjarskiptaverkfræðinga. Það væri búin til regla: Þeir sem hefðu verið fjarskiptaverkfræðingar síðustu 3 árin fengju að vera það áfram, en það ætti ekki að fjölga í stéttinni. Það væri orðið of dýrt fyrir neytendur að halda uppi öllum þessum tæknimönnum. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé gáfulegt, en segjum bara að þetta yrði gert. Svo væri líka hægt að leigja réttinn frá sér. Þá væri ég nú aldeilis í fínni stöðu. Ég gæti hætt að vinna, og selt réttinn til hans Stefáns sem vinnur með mér, eða hennar Ólafíu. Þau eru nýbyrjuð og hefðu lítinn rétt. Svo gæti ég bara slappað af og látið þau vinna fyrir mig.
Meira

Gerum iðnnám eftirsóknarvert

Nýlega afhentu Rafiðnaðarsamband Íslands og SART, félag rafverktaka, öllum nemum á landinu í rafiðnaði spjaldtölvur til eignar. Tilgangurinn með gjöfinni er að nemar í rafiðnaði geti nýtt sér allt það kennsluefni sem til er í rafiðnaði á netinu, þ.m.t. rafbok.is sem er með kennsluefni fyrir námið, og í leiðinni sparast kostnaður fyrir nemendur.
Meira

ÍSLENSKA.IS 20.10. 2016

RUV. Rás 1. Íslensk mál, málfarsráðunautur, málverndarnefnd, málfarskennsla, málfarsþróun. Eftir að hafa hlustað á orðræðu um íslenskt mál á rás 1 áðan, fljúga margblendnar hugsanir í gegnum undirvitundina og vekja til nánanari ígrundunar á ýmsum hliðum málsins. Og til þess nota menn málið að tjá hugsanir sínar í orði og verki. Í nútímanum er talvan oft nærtækust til að taka við því sem leitar útrásar. Svo fer einnig í þetta sinn. Þó verðugt væri að ræða málið nánar og fá fram fleiri sjónarmið frá mörgum hliðum þessa mikilsverða máls.
Meira

Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni

Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjartsýnir á framtíð sína að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar.
Meira

xT fyrir bætt heilbrigðiskerfi

Áherslur Dögunar í heilbrigðismálum taka mið af hagsmunum sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks og skattgreiðenda. Dögun tekur undir orð landlæknis um að heilbrigðiskerfið sé enn á rangri leið. Í stað þess að efla heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús fer hlutastörfum sérfræðinga fjölgandi sem veldur því að flæði sjúklinga á sjúkrahúsum verður hægara sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu.
Meira

Í sóknarhug fyrir landsbyggðina

Við berjumst fyrir byggðajafnrétti og réttindum fólks til að geta notið þjónustu, óháð búsetu. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu er þar á meðal grundvallarmannréttinda sem allir eiga að njóta. Þá eru góðar samgöngur, fjölbreytt atvinna og menntun og öflugt skólastarf á öllum stigum forsenda eflingar búsetu og sóknar fyrir landsbyggðina.
Meira

Hvað skal kjósa? Opið bréf til frambjóðenda.

Ágæti frambjóðandi! Nú styttist óðum í kjördag og kosningaloforðin þeytast fram á völlinn sem aldrei fyrr. Umræðan virðist snúast að stóru leyti um hver geti unnið með hverjum en ekki hvaða samleið málefni flokkanna eiga. ESB, stjórnarskráin, utanríkismál, flóttamenn, umhverfismál, auðlindir landsins og svo framvegis eru málin sem ætlast er til að kjósendur taki afstöðu með og á móti.
Meira

Pólitíkin með augum unga fólksins

Ég fékk það skemmtilega verkefni á dögunum að heimsækja tvo framhaldsskóla sem fulltrúi Framsóknarflokksins vegna svokallaðra skuggakosninga sem haldnar voru í öllum menntaskólum landsins þann 13. október sl. Ég mætti í FSN í Grundarfirði og Menntaskólann í Borgarnesi ásamt fulltrúum annarra framboða. Ég lét í ljós ánægju mína með það að þessar kosninga skyldu haldnar, hvatti unga fólkið til að láta sig stjórnmál varða, þar ættu ekki að vera aldurstakmörk að mínu mati og þau skyldu hafa skoðanir eftir sínu höfði og láta þær í ljós samkvæmt því. Og það kom á daginn í þessum heimsóknum mínum, unga fólkið hefur sínar skoðanir líkt og aðrir aldurshópar.
Meira

Stóraukin uppbygging á landsbyggðinni .........eða ekki?

Hvað er að frétta af landsbyggðinni? Á vormánuðum 2013 var nokkuð skeggrætt um byggðamál og man ég skrif og ræður frambjóðenda sem töldu mikla þörf á að grípa til rótttækra aðgerða þar sem þáverandi valdhafar, að þeirra sögn, höfðu lítið sem ekkert gert í að sporna gegn óheillaþróun í búsetumynstri landsmanna. Ekki verður séð að fráfarandi ríkisstjórn hafi staðið við stóru orðin.
Meira