Aðsent efni

Skorast ekki undan ábyrgð

Áskorandinn Hallbjörn R. Hallbjörnsson brottfluttur Húnvetningur Takk Sesselja, hvað gerir maður ekki fyrir Húnvetninga, s.s. þá skoraði Sesselja Guðmundsdóttir á mig að fylgja í kjölfar sitt með því að skrifa um mig sem brottfluttan Húnvetning og skorast ég ekki undan þeirri ábyrgð.
Meira

GRÓTTAKVÖRNIN

„Fornar sagnir herma, að jötnameyjar tvær, þær Fenja og Menja gerðu það sér til gamans að kasta tveim gríðarstórum hellum úr undirheimum upp í Miðgarð. Einhver gerði kvarnarsteina úr hellunum og gaf þær Fróða kóngi. Hann lét gera úr þeim Gróttakvörnina. Fenja og Menja voru teknar til fanga í styrjöld í Svíþjóð og seldar sem ambáttir Fróða konungi, en hann lét þær snúa Gróttakvörninni. Þær mólu konungi gull og öryggi en þjóð hans frið og velvilja meðal manna.“
Meira

Fátækt – smánarblettur á ríkri þjóð!

Umræðan um fátækt fólk kemur alltaf reglulega upp á yfirborðið. Öll erum við sammála um að sá er veruleikinn og einnig að það sé ekki líðandi að tæp 10 % barna líði skort á Íslandi. En það virðist vera með fátækt í íslensku samfélagi eins og óhreinu börnin hennar Evu. Enginn vill vita af fátæktinni þrátt fyrir að 7 til 9 % þjóðarinnar búi við þetta böl og um 5.000 manns við sára fátækt.
Meira

Áskorandapistill - Vilhjálmur Árnason

Tækifærin í smæðinni
Meira

Ráðherra veldur vonbrigðum

Skyldur og ábyrgð velferðarráðuneytisins um forvarnir fellur undir ábyrgðasvið heilbrigðisráðherra og hann sem slíkur ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu samkvæmt forsetaúrskurði. Með lýðheilsu er átt við aðgerðir hins opinbera og annarra sem miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, þjóðfélagshópa og þjóðarinnar í heild. Unnið er að þessu með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu og markmiðið er að efla og bæta lýðheilsu.
Meira

Fréttir frá Skagfirskum Strengjum

Það er alltaf nóg að gera hjá nemendum strengjadeildarinnar hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Auk þess að sinna hinu daglega námi eru margir nemendur að undirbúa stærri próf auk þess sem nemendur hafa verið duglegir að sækja námskeið um land allt.
Meira

Fólki er nóg boðið!

Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu stjórnvalda í samgöngumálum Reiði almennings er eðlileg þar sem gífurleg uppsöfnuð þörf er í viðhaldi vega og nýframkvæmdum og á það sama við um hafnir landsins og flugvelli. Álag á vegi landsins heldur áfram að aukast með gríðarlegri aukinni umferð og til landsins streyma ferðamenn sem aldrei fyrr . Áætlað er að á þessu ári komi 2,3 milljónir ferðamanna til landsins sem mun þýða enn frekara álag á vegakerfi landsins sem víða stenst ekki lágmarks öryggiskröfur og uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Og fólki er sannarlega nóg boðið yfir ástandinu.
Meira

Hver á að selja vínið?

„Brennivín er besti matur“, sagði Haraldur frá Kambi eitt sinn og hefur sjálfsagt verið að spá í eitthvað annað en næringargildið því það er af skornum skammti í íslenska brennivíninu eða Svartadauðanum eins og það er stundum kallað. Að vísu gefur það 233 kílókaloríur á 100 grömmin þar sem þau innihalda 33,4 gr. alkóhól, (hvert gramm af alkóhóli gefur 7 hitaeiningar). Önnur efni eru ekki til staðar ef frá er talið vatn, sink og kopar.
Meira

Ja hérna hér! Áskorandi - Anna Scheving á Laugarbakka.

Hvað á ég nú að gera með þetta?, var mín fyrsta hugsun þegar ég sá póstinn frá honum Palla. En kæru lesendur Feykis, þið verðið bara að taka viljann fyrir verkið. Æfi mín byrjaði austur á Reyðarfirði en þar sleit ég barnsskónum og nú er ég hérna á draumastaðnum Laugarbakka í Miðfirði, með viðkomu í Hafnarfirði en þangað fór ég með mínum elskulega eiginmanni 16 ára. Þaðan lá leið okkar aftur austur og svo til Vestmanneyja og þar eignuðumst við okkar elskulegu syni. Gerðumst svo flóttafólk, áttum heima þar þegar tók að gjósa.
Meira

Húnvetningur að norðan

Áskorendapistill - Sesselja Guðmundsdóttir brottfluttur Húnvetningur „Ég er að norðan.“ „Frá Agureyri?“ „Nei, ekki frá Akureyri, ég er Húnvetningur.“
Meira