Miðaldra karlmaður hrósar ungri konu
feykir.is
Aðsendar greinar
17.10.2016
kl. 22.50
„Ég þarf að segja þér eitt mjög mikilvægt,” sagði maður einn á fundi í kjördæminu. „Takk fyrir að velja stjórnmál sem starfsvettvang”. Eftir fundinn settist ég inn í bíl, staldraði um stund og velti þessu fyrir mér. Ég var honum þakklát, enda tel ég mjög mikilvægt að ungt fólk láti til sín taka í stjórnmálunum og þá sérstaklega ungar konur. Það gladdi mig að hann, eldri maður, tæki undir þetta sjónarmið. Þó ég sé honum þakklát, þá velti ég líka fyrir mér hvort miðaldra karlmaður fengi sérstakt hrós fyrir þátttöku í stjórnmálum. Líklega ekki.
Meira