Aðsent efni

Miðaldra karlmaður hrósar ungri konu

„Ég þarf að segja þér eitt mjög mikilvægt,” sagði maður einn á fundi í kjördæminu. „Takk fyrir að velja stjórnmál sem starfsvettvang”. Eftir fundinn settist ég inn í bíl, staldraði um stund og velti þessu fyrir mér. Ég var honum þakklát, enda tel ég mjög mikilvægt að ungt fólk láti til sín taka í stjórnmálunum og þá sérstaklega ungar konur. Það gladdi mig að hann, eldri maður, tæki undir þetta sjónarmið. Þó ég sé honum þakklát, þá velti ég líka fyrir mér hvort miðaldra karlmaður fengi sérstakt hrós fyrir þátttöku í stjórnmálum. Líklega ekki.
Meira

Baráttusætið í augsýn

„Hvers vegna fara allir á Alþingi að tala um landsbyggðarmál svona rétt fyrir kosningar og telja svo núna upp allt sem þarf að gera“, spurði glöggur 16 ára bróðursonur minn. Þessi frændi minn fær ekki að kjósa í þessum kosningum en fylgist þó vel með stjórnmálaumræðunni. Hann bætti síðan við: „Hvers vegna er þá ekki búið að gera neitt af þessu á kjörtímabilinu? Eru byggðamál eitthvað sem gleymdist að tala um á Alþingi nema rétt fyrir kosningar og svo búið.?“ Ég get ekki annað sagt en ég sé sammála þessum unga frænda mínum. Ég benti honum þó á að það dugi lítt að tala í þingsal þar sem valdið til framkvæmda liggur hjá ráðherrum og ríkisstjórn að miklu leyti. Það eru jú verkin sem tala. VG hefur átt sterka landsbyggðarþingmenn og ráðherra sem hafa getað beitt sér.
Meira

Við viljum sanngirni og efla sjávarútveginn

Á aðalfundi Landssamband smábátaeigenda, sem fram fór í Reykjavík þann 13. október sl. voru lagðar 3 spurningar fyrir framboðin til Alþingis. Þær snérust um að fjölga leyfilegum veiðidögum smábáta, koma á sanngjarnari gjöldum í greininni og opna fyrir að trillur geti veitt makrílinn, sem afhentur var nánast í heilu lagi til örfárra stórútgerða af síðustu „vinstristjórn“.
Meira

Ríkisstjórn ríka fólksins kveður

Það verður ekki á þessa ríkisstjórn logið að undir hennar stjórn heldur misskipting í þjóðfélaginu áfram að aukast. Það eru 20% íslendinga sem eiga 87% af öllu eigin fé landsmanna. Allt eru þetta staðreyndir sem sýna að efnahagsbati samfélagsins er ekki að skila sér með sanngjörnum hætti til landsmanna og ójöfnuðurinn er æpandi og ekkert getur réttlætt þessa þróun.
Meira

Sjávarútvegur

Ég fór um norðanvert kjördæmið á dögunum og ræddi við fólk í sjávarútvegi, bæði stjórnendur stærri fyrirtækja og smábátasjómenn og kom við í beitningaskúrum þar sem hitnaði gjarnan í kolunum.
Meira

Plástur á svöðusár?

Hugmyndir Samfylkingarinnar um þriggja milljóna forskot á fasteignamarkaði hafa vakið mikla athygli. Hugmyndin snýst í stuttu máli um að fyrirframgreiða vaxtabætur til 5 ára, allt að 3 milljónir kr., til að nýta í útborgun.
Meira

Húrra fyrir starfsfólki HSN á Blönduósi!

Húrra fyrir starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, fyrir frábært framtak í tilefni 60 ára afmælis sjúkrahússins. Fjölmennt var á fjáröflunarbingói sunnudaginn 2. október. Glæsilegir vinningar og ljúffengt vöfflukaffi á eftir. Markmiðið var að safna fyrir nýju sjúkrarúmi og það tókst. Gömlu rúmin eru varla boðleg lengur enda var eitt þeirra boðið upp á staðnum.
Meira

Stór flokkur eða góður flokkur

Einn félagi minn tók brosandi á móti mér í vinnunni um daginn og sagði að nú sæist það að Sjálfstæðisflokkurinn væri besti flokkurinn. Það væru 34% sem ætluðu að kjósa hann. Þetta var reyndar byggt á hæpinni könnun Fréttablaðsins um daginn. Þessi skoðun, að flokkur hljóti að vera bestur ef það eru margir sem kjósa hann, er merkileg. Þessi félagi minn er ekki einn um þá skoðun. Gæði stjórnmálaflokka fara hinsvegar miklu heldur eftir því hvort þeir koma einhverju góðu til leiðar.
Meira

Athugið ég er í framboði

Mér finnst rétt að skýra fjarveru mína í þætti á Stöð 2 með oddvitum lista sem bjóða fram til Alþingis 2016, í Norðvesturkjördæminu. Ástæðan er einföld - Fréttastofa Stöðvar 2 útilokaði mig frá því að taka þátt í þættinum.
Meira

Eldvarnir í brennidepli hjá Húnaþingi vestra

Eldvarnir eru í brennidepli hjá Húnaþingi vestra og starfsfólki þess um þessar mundir. Í samræmi við samkomulag Húnaþings vestra og Eldvarnabandalagsins um eflingu eldvarna fær allt starfsfólk sveitarfélagsins fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima. Fyrir dyrum stendur jafnframt innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá öllum stofnunum sveitarfélagsins. Þar gegna eldvarnafulltrúar lykilhlutverki. Vaskur hópur karla og kvenna hefur þegar tekið að sér hlutverk eldvarnafulltrúa og hafa Eldvarnabandalagið og Slökkvilið Húnaþings vestra veitt þeim nauðsynlega fræðslu og þjálfun.
Meira