Aðsent efni

Áskorendapistill - Ægir Finnsson

Byrjaðu núna!
Meira

Vegagerð og eignanám

Áskorendapistill - Kristín Ásgerður Blöndal Í gegn um tíðina hef ég velt fyrir mér hvernig og hvers vegna ríkisvaldið leggur hald eignir fólks. Ástæður þess eru mismunandi, en vegagerð er þó langalgengasta ástæðan.
Meira

Enn af hegðunarvanda og sálarkröm meðferðarfólks

Hroki og hatursáróður SÁÁ-manna og meðferðarþega þeirra í garð vímuefnaneytenda, háðsglósur og skítkast, er af þeirri stærðargráðu að lengi þarf að leita til að finna eitthvað sem kemst þar í samjöfnuð, meira að segja hér á Íslandi, landi níðskálda og mannorðsþjófa. Og ekki bara í garð vímuefnaneytenda heldur líka allra þeirra sem ekki liggja hundflatir fyrir firrum og hjáfræðum þessa fólks.
Meira

Mamma mia í Varmahlíðarskóla

„Þetta var bara eins og á Stuðmannaballi í gamla daga“ heyrðist einn ánægður áhorfandinn segja í troðfullum Miðgarði nú fyrir skömmu þegar eldri bekkir Varmahlíðarskóla héldu sína árlegu árshátíð.
Meira

Nokkur orð frá Kvenfélagi Seyluhrepps

Í tilefni af degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar langar okkur að segja nokkur orð frá Kvenfélagi Seyluhrepps og hvað á daga okkar hefur drifið síðasta árið. Kvenfélag Seyluhrepps var stofnað 1932 og eru félagar þess 35 talsins. Markmið félagsins eru að styrkja nærumhverfið og hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á samfélagið sem við búum í.
Meira

Viðskiptaráð vill selja Hóladómkirkju

Viðskiptaráð vill að ríkissjóður selji 22 kirkjur þar á meðal Hóladómkirkju. „Ekkja stendur aldin kirkja, ein í túni fornra virkja, hver vill syngja, hver vill yrkja, Hóladýrð, þinn erfisöng?" kvað Matthías Jochumsson í kvæði sínu Skín við sólu Skagafjörður. Hóladómkirkja stendur nú ekki lengur ein á veluppbyggðum Hólastað.
Meira

Einn Hafnarfjarðarbrandari og annar úr Breiðholti

Fyrir nokkrum árum kynntist ég manni í Hafnarfirði sem sagði sínar farir ekki sléttar. Að lokinni áfengismeðferð hjá SÁÁ tók hann þá ákvörðun að halda sig frá áfengisneyslu sem allra mest á sínum eigin forsendum. Hann sökkti sér niður í AA-fræðin og aflaði sér lesefnis af þeim toga erlendis frá. Hann hafnaði allri leiðsögn og ,,hjálp“ sem reynt var að troða upp á hann, og leyfði sér meira að segja að hafa uppi efasemdir um réttmæti þess hvernig SÁÁ-menn útfæra sum atriði í AA-fræðunum.
Meira

Sæðingar meðal annars-Bloggsíðan sveito.is

Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur í Víðidalstungu í Húnaþing vestra, opnaði um áramótin skemmtilega bloggsíðu þar sem hún leitast við að lýsa hinu daglega lífi í sveitinni. Feykir fékk leyfi til að vekja athygli á þessu bloggi og birta nýjustu færsluna, sem ber yfirskriftina Sæðingar meðal annars. Á blogginu er líka að finna orðabók sem útskýrir ýmis orð sem tengjast sauðfjárbúskap og upplýsingar um kindurnar á bænum. Gefum Sigríði orðið:
Meira

Úr vörn í sókn

Í upphafi nýs árs óska ég íbúum á Norðurlandi vestra heilla með þeirri von að árið 2017 verði okkur öllum heilladrjúgt.
Meira

Safn bóka eða menningarhús? Nokkuð orð um hlutverk og starfsemi bókasafna

Síðastliðinn föstudag var ég á SSNV ráðstefnu sem haldinn var á Laugarbakka, en þar voru m.a. kynntar niðurstöður könnunar á viðhorfum íbúa Norðurlands vestra til ýmissa búsetuþátta. Þar á meðal voru þættir eins og gæði opinberrar þjónustu og mikilvægi umhverfis og ýmissar afþreyingar. Kynnt var hvaða málaflokkar skoruðu hæst í könnuninni, en þar voru bókasöfn með í efstu sætunum. Það vakti undrun hjá fundarmönnum. „Þetta kemur mér skemmtilega á óvart”, sagði einn ráðstefnugesta. „Ég hélt að fólk sækti sér bara upplýsingar á netinu nú í dag”. „Hefur nokkur tíma til að lesa bækur”, sagði annar.
Meira