Aðsent efni

Ef þú átt kindur þá eru jól oft á ári

Áskorandi Linda Jónsdóttir Árgerði Sæmundarhlíð Þegar ég var að alast upp í Bolungarvík voru kindur ekki ofarlega á vinsældarlistanum hjá mér. Pabbi var með nokkrar kindur í hesthúsinu og fóru þær frekar mikið í taugarnar á mér, fannst þær vera endalaust jarmandi og hafði ekki nokkurn áhuga á þeim.
Meira

Flugið – komið til að vera.

„Ég þarf að skreppa aðeins út á flugvöll”. Varla var ég búinn að sleppa orðinu við kollega mína á Faxatorginu, þegar ég hugsaði hvað þessi setning hljómaði eitthvað vel. Og af hverju? Jú, það var von á fyrsta áætlunarfluginu til Sauðárkróks í næstum fimm ár. Fljótlega fór ég að heyra hjá fólki hvað því þætti gaman að heyra orðið aftur í flugvél og sjá flugvöllinn upplýstan í vetrarmyrkrinu. Mér er engin launung í því að eitt af því sem lagðist hvað skringilegast í mig þegar ég tók við starfi mínu hér fyrir rúmum tveimur á árum var að hingað væri ekki flogið lengur. Ekki bara að þetta standi fyrir ákveðin þægindi atvinnu- og búsetusvæðis, heldur þótti mér sú staðreynd að þessi fyrrum kandidat sem varaflugvöllur í millilandaflugi með eina lengstu flugbraut landsins væri orðinn skilgreindur af flugmálayfirvöldum sem „lendingarstaður" líkt og Bakki og Stóri-Kroppur (já, upp með landakortið...) með allri virðingu fyrir þessum flugvöllum. Og sem gamall flugafgreiðslumaður úr innanlandsfluginu mundi ég eftir þeim umsvifum, sem fylgdu fluginu hingað þegar að best lét.
Meira

Sögusetur íslenska hestsins

Kristinn Hugason skrifar um hesta og menn :: :: Sögusetur íslenska hetsins (SÍH) var stofnað á Hólum í Hjaltadal árið 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Sögusetrið var gert að sjálfseignarstofnun árið 2006, stofnaðilar; Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Á árinu 2014 var rekstrarformi SÍH breytt í sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá.
Meira

Þátttaka í samfélagi

Nú í vor fara fram sveitastjórnarkosningar og þá fer að hefjast umræða og mótun á nýrri bæjarstjórn í bryggjuskúrum og kaffistofum eða maður á mann niður í kaupfélagi.
Meira

Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum

Áskorandi Dagný Úlfarsdóttir Ytra-Hóli A-Hún
Meira

Tækifæri á Norðurlandi vestra

Áskorandapenninn Guðmundur Haukur Hvammstanga
Meira

Mannamót – mikilvægur vettvangur í ferðaþjónustu

Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin.
Meira

Er ánægð að mamma hafi ekki viljað henda mér út um gluggann

Áskorandapenninn - Þórdís Sigurðardóttir Sólheimagerði
Meira

Ekki vera á bremsunni

Áskorandi Aldís Olga Jóhannesdóttir Hvammstanga
Meira

Oss börn eru fædd

Það er við hæfi nú fyrir jólahátíðina, sem oft er líka nefnd fæðingarhátíð frelsarans, að vekja athygli á aðbúnaði fæðandi kvenna á Íslandi. Að mörgu leyti eru aðstæður framúrskarandi á alþjóðlega vísu. Við eigum vel þjálfað fagfólk og mæðra- og ungbarnavernd almennt vel skipulögð. Frávikin er þó sláandi. Konur á landsbyggðinni búa við mjög skerta þjónustu að þessu leyti.
Meira