feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
29.01.2018
kl. 10.48
„Ég þarf að skreppa aðeins út á flugvöll”.
Varla var ég búinn að sleppa orðinu við kollega mína á Faxatorginu, þegar ég hugsaði hvað þessi setning hljómaði eitthvað vel. Og af hverju? Jú, það var von á fyrsta áætlunarfluginu til Sauðárkróks í næstum fimm ár. Fljótlega fór ég að heyra hjá fólki hvað því þætti gaman að heyra orðið aftur í flugvél og sjá flugvöllinn upplýstan í vetrarmyrkrinu. Mér er engin launung í því að eitt af því sem lagðist hvað skringilegast í mig þegar ég tók við starfi mínu hér fyrir rúmum tveimur á árum var að hingað væri ekki flogið lengur. Ekki bara að þetta standi fyrir ákveðin þægindi atvinnu- og búsetusvæðis, heldur þótti mér sú staðreynd að þessi fyrrum kandidat sem varaflugvöllur í millilandaflugi með eina lengstu flugbraut landsins væri orðinn skilgreindur af flugmálayfirvöldum sem „lendingarstaður" líkt og Bakki og Stóri-Kroppur (já, upp með landakortið...) með allri virðingu fyrir þessum flugvöllum. Og sem gamall flugafgreiðslumaður úr innanlandsfluginu mundi ég eftir þeim umsvifum, sem fylgdu fluginu hingað þegar að best lét.
Meira