Valdís Ósk Óladóttir ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd hjá Skagafirði

Valdís Ósk Óladóttir. Mynd tekin af heimasíðu Skagafjarðar
Valdís Ósk Óladóttir. Mynd tekin af heimasíðu Skagafjarðar

Á vef Skagafjarðar segir að Valdís Ósk Óladóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Valdís er með BSc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Valdís Ósk hefur góða þekkingu á barnaverndarlögunum og skrifaði meistaraprófsritgerð sína um réttindi barna og þvingunarúrræði skv. barnaverndarlögum. Samhliða námi sínu hefur Valdís Ósk starfað hjá Barna- og fjölskyldustofu og á meðferðarheimilinu Krýsuvík og öðlast þar reynslu í ráðgjöf og vinnslu barnaverndarmála.

Valdís Ósk kemur til starfa 1. ágúst nk. og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í sínum störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir