Farskólinn óskar eftir umsóknum frá bændum/smáframleiðendum til að sækja Terra madre matarhandverkssýningu

Mynd tekin af heimasíðu Farskólans.
Mynd tekin af heimasíðu Farskólans.
Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra í samstarfi við ERASMUS+, styrkjaáætlun ESB, mun fara í ferð til Ítalíu á Terra madre matarhandverkssýninguna, sem haldin verður 26.-30. september, með allt að 20 þátttakendur. Forgang í ferðina hafa þeir bændur/smáframleiðendur sem hafa verið að framleiða vörur og sækja námskeið Farskólans á undanförnum misserum og árum og hafa sýnt að þeim er alvara í því að þróa og selja vörur af svæðinu.
 
Markmiðið með ferðinni er að auka þekkingu bænda/smáframleiðanda á Norðurlandi vestra á smáframleiðslu annarra landa og fá nýjar hugmyndir að því hvernig hægt er að auka verðmætasköpun matarhandverks; beint frá býli og nýsköpun í íslenskri smáframleiðslu á svæðinu með því að fullvinna betur afurðir framleiddar á svæðinu
 
Áhugasamir sæki um þátttöku með því að senda póst á halldorb@farskolinn.is fyrir 30. ágúst, þar sem fram kemur: nafn þátttakanda, kennitala, símanúmer og stutt lýsing á því hvað viðkomandi hefur verið að gera í smáframleiðslu síðastliðin ár.
 
Ef viðkomandi hlýtur brautargengi mun Farskólinn fara fram á 20 þús. kr. óendurkræfs staðfestingargjalds til að lágmarka brottfall/afföll en kostnaður þátttakenda af ferðinni verður mjög takmarkaður.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir