A-Húnavatnssýsla

Fræðsluskylda í stað skólaskyldu | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Við viljum öll að börnin okkar læri að hugsa sjálfstætt og geti nýtt hæfileika sína og áhugasvið til að blómstra. Við hljótum að óska þess að þau siðferðislegu gildi sem þau fá í veganesti muni leiða þau áfram til blessunar og hamingju. Grunnurinn að góðu samfélagi eru góð gildi. Samfélag er ekki frjálst ef það er undirlagt af glæpum, spillingu eða aftengingu við gott siðgæði. Við viljum búa ungmennin okkar undir það gríðarlega verk að stjórna samfélaginu í framtíðinni og þá er eins gott að við höfum gert vel við þau, svo þau sjái vel um okkur í framtíðinni.
Meira

Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla tók þátt í Jól í skókassa

Það gæti verið búið að minnast á það hér á Feyki í dag að það styttist í jólin. Jólin eru hátíð barnanna og það er sannarlega í anda jólanna að láta gott af sér leiða. Nemendur og starfsfólk í Höfðaskóla á Skagaströnd tók nýlega þátt í verkefninu jól í skókassa og gekk það vonum framar, náðist að útbúa 24 kassa. 
Meira

Nýprent fékk 5,3 milljón króna styrk vegna útgáfu Feykis

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Alls bárust 30 umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals var sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 936,8 milljónir kr. en til úthlutunar voru því 550.901.932 kr. Útgefandi Feykis, Nýprent ehf., fékk að þessu sinni styrk að upphæð 5.305.651 en auk þess að gefa út Feyki heldur Nýprent einnig úti vefnum Feykir.is.
Meira

„Myrkrið nálgast“ í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi

Nú fer að verða síðasti séns að sjá listasýninguna „Myrkrið nálgast“ í Hillebrandtshúsi, gamla bænum á Blönduósi.
Meira

Hjartsláttur sjávarbyggðanna | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag.
Meira

Skorað á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu um kennara og skólastarf

Áskorun var send til sveitastjóra á Norðurlandi vestra frá fulltrúm kennara og stjórnenda þar sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu sína um kennara og skólastarf, jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar, og leggi sig inn í skólamál og starfsumhverfi skólanna. 
Meira

Uppsögn á samningi við SÍ og Heilbrigðisráðuneytið vegna reksturs Sæborgar á Skagaströnd

Stjórn Félags- og skólaþjónustu A-Hún fundaði þann 29. október síðastliðinn og tók þar ákvörðun um að segja upp samningi byggðasamlagsins við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið vegna reksturs Hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd. Í frétt á vef Skagastrandar segir að ákvörðunin sé tekin að vel ígrunduðu máli enda ekki forsvaranlegt að sveitarfélögin sem að rekstrinum standa haldi áfram að greiða tugi milljóna með rekstrinum árlega þegar verkefnið er ekki á ábyrgð sveitarfélaga lögum samkvæmt.
Meira

Söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði | Einar E. Einarsson skrifar

Mig langar að setja á blað nokkur orð um þá þjónustu sem er í boði í Skagafirði á söfnun sjálfdauðra dýra frá búrekstri til að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki núverandi fyrirkomulagi og áformum um breytingar á því.
Meira

Hegðaði sér eins og einræðisherra | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.
Meira

Er sumarið loksins komið?

Um síðustu helgi var skipt úr sumri yfir í vetur á almanakinu. Ríkjandi veðurguð virðist hins vegar hafa nokkuð gaman að því að fikta í styllingum, eins og barn sem fær að sitja frammí í fyrsta skipti, þannig að eftir frekar kalda viku er nú skipt yfir í sunnanátt og rigningu – í það minnsta í dag og reyndar gerir Veðurstofan ráð fyrir sæmilegasta hita út vikuna miðað við árstíma.
Meira