Vasaúri og úrfesti stolið frá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.07.2024
kl. 13.40
Í tilkynningu á Facebooksíðu Byggðasafnsins segir að mannskepnan getur verið ólíkindatól. Starfsfólk safnsins hefur af og til orðið vart við að munir hverfi úr sýningu, að þeir séu teknir ófrjálsri hendi. Á undanförnum árum hafa m.a. horfið reiðsokkar (háleistar) og tóbaksponta, svo eitthvað sé nefnt. Steininn tók þó úr á dögunum þegar vasaúri með úrfesti var stolið úr lokuðu sýningarborði, sem fram að þessu hefur þótt tryggur geymslustaður, en til að stela slíkum grip þarf einbeittan brotavilja.
Meira