A-Húnavatnssýsla

Jafnaðarstefnan er líka fyrir bændur | Jóhanna Ösp Einarsdóttir skrifar

Ég hef verið í rekstri á sauðfjárbúi síðan árið 2009. Fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum sem hefur gengið þokkalega, en ekkert meira en það. Við vinnum öll utan búsins líka og rekum okkur alfarið á tekjum sem koma utan búsins. Búið rekur sig að mestu leiti sjálft, enda engin lán á rekstrinum og samstíga fólk sem þar starfar.
Meira

Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi.
Meira

Við stöndum þétt saman! Við snúum bökum saman!

Í dag 8. nóvember er formlega settur af stað söfnunardagur fyrir Kristinn Frey Briem sem á fyrir höndum krefjandi verkefni í baráttu sinni við krabbamein.
Meira

130 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Metfjöldi umsókna var í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2025 en alls bárust 130 umsóknir. Á vef SSNV segir að þar af hafi verið 50 atvinnu- og nýsköpunar verkefni, 69 menningarverkefni og 11 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrk. Alls var óskað eftir 242.821.781kr en til úthlutunar eru 60 milljónir.
Meira

Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn.
Meira

Stundum skilur maður ekki baun | Leiðari 42. tbl. Feykis

„Ameríkanar eru klikk!“ sagði Steinríkur þegar hann og Ástríkur höfðu kynnst heimamönnum eftir að hafa óvart rambað á þessa sérkennilegu nýju heimsálfu. Það er ekki alveg pottþétt að hann hafi haft rétt fyrir sér en heldur ekki ómögulegt..
Meira

Appelsínugul viðvörun á morgun

Gamalkunnugur gestur er mættur í veðurspá Veðurstofunnar eftir nokkrar fjarveru, nefnilega appelsínugula viðvörunin. Um átta í fyrramálið hvessir duglega hér á Norðurlandi vestra en gul viðvörun er fram að hádegi en þá bætir í vindinn og tekur sú applesínugula við um hádegi og stendur fram á kvöld.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á morgun

Nú eru rúmar þrjár vikur þar til kosið verður til Alþingis. Hér í Norðvesturkjördæmi verða tíu listar á atkvæðaseðlinum. Reiknað var með ellefu framboðum en Græningjum tókst ekki að setja fram lista hér frekar en annars staðar á landinu. Það er næsta víst að það eiga ekki allir heimangegnt á kjörstað 30. nóvember og þurfa því að kjósa utan kjörstaðar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 7. nóvember.
Meira

Haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi

Einn af föstum viðburðum Heimilisiðnaðarsafnsins er að halda fyrirlestur eða fyrirlestra sem fara oftast fram á haustdögum og nú laugardaginn 26. október sl. Í þetta sinn ræddi Jón Torfason, sagnfræðingur, um fatnað almúgafólks á 18. og 19. öld.
Meira

Unnur Rún kosin í stjórn Landssambands hestamannafélaga

Í lok október fór 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga fram í Borgarnesi en fyrir þinginu lágu 40 mál. Fram kemur í tilkynningu frá LH að stjórn hafi verið kjörin til næstu tveggja ára. Unnur Rún Sigurpálsdóttir úr Hestamannafélaginu Skagfirðingi var ein hinna kjörnu og situr til ársins 2026. Linda Björk Gunnlaugsdóttir úr hestamannafélaginu Spretti var rétt kjörin nýr formaður og tekur hún við af Guðna Halldórssyni.
Meira