Veiði í Miðfjarðará mun betri en í fyrra en Blanda döpur
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.07.2024
kl. 09.30
Húnahornið segir frá því að laxveiði sé tekin að glæðast. Samkvæmt veiðitölum á vef Landssambands veiðifélaga er Miðfjarðará nú orðin fjórða aflahæsta laxveiðiá landsins en nýjustu tölur, sem uppfærðar voru í fyrrakvöld, hafa veiðst 286 laxar í ánni sem er talsvert meira en á sama tíma í fyrra þegar um 168 laxar höfðu veiðst. Aðeins hafa 49 laxar veiðst í Blöndu en voru 140 talsins á sama tíma í fyrra. Í Blöndu hafa hins vegar veiðst 49 laxar nú en á sama tíma í fyrra höfðu um 140 laxar veiðst þar.
Meira