Illviðri í kortunum og ekkert ferðaveður á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.11.2024
kl. 11.01
Gul veðurviðvörun er í gildi sem stendur á Norðurlandi vestra en að þessu sinni er það nú aðallega stíf suðvestan átt sem lætur til sín taka. Viðvörunin fellur niður upp úr hádegi í dag en þegar líða tekur á daginn fer að rigna. Það lægir aðeins með kvöldinu en veður fer síðan versnandi þegar líður að hádegi á morgun, föstudag, og reiknað með stífri norðvestan átt og snjókomu þegar líður á daginn – í raun er spáð illviðri á landinu en sínu verst virðist veðrið eiga að vera austan Tröllaskaga.
Meira