A-Húnavatnssýsla

Pepperóní pastasalat og eplakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl. 21 á þessu ári voru þau Lovísa Heiðrún og Þórður Grétar en þau búa á Sæmundargötunni á Króknum. Lovísa og Þórður eiga saman fjögur börn, Veroniku Lilju, Víking Darra, Kormák Orra, Yl Myrkva og svo má ekki gleyma heimilishundinum henni Þoku sem passar upp á alla. 
Meira

Bjarni Jó brá fæti fyrir Húnvetninga

Húnvetninga dreymdi um endurkoma líka þeirri sem Rocky átti gegn Ivan Drago í Rocky IV forðum þegar lið Selfoss heimsótti Blönduós í gær. Þar hóf lið Kormáks/Hvatar síðari umferðina í 2. deildinni en í upphafi móts stálu Selfyssingar öllum stigunum sem í boði voru í 1-0 sigri á Selfossi. Lífið er sjaldnast eins ig Hollywood mynd og enginn endurkomusigur fékkst í sunnanvindinum. Topplið Selfoss nældi aftur í þrjú stig en eftir markalausan fyrri hálfleik settu þeir tvö í þeim síðari. Lokatölur því 0-2.
Meira

„Sindra kjúlli“ og hrísgrjónaréttur

Matgæðingur vikunnar í tbl. 31 í fyrra var í þetta sinn Elísabet Jóna Gunnarsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki og af hinum stórfína 70 árgangi. Elísabet hefur búið á Króknum alla sína ævi fyrir utan fimm ár er hún bjó í Reykjavík og er í fjarbúð með Málfríði Hrund Einarsdóttur sem býr í Hafnarfirði. Elísabet starfar hjá RH endurskoðun og á tvíburana, Ólöfu Ósk og Gunnar Stein, sem eru 22 ára.
Meira

Yfir 60 iðkendur á Símamótinu frá Norðurlandi vestra

Um þessa helgi fer fram risa knattspyrnumót fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna í Kópavogi undir yfirskriftinni Símamótið og er þetta í 40. skiptið sem það er haldið. Tindastóll og Hvöt/Fram sendu að sjálfsögðu nokkur lið til leiks og má áætla að það séu yfir 60 iðkendur frá Norðurlandi vestra á svæðinu.
Meira

Samtals 66 frumkvæðisverkefni í fullum gangi í Brothættum byggðum

Á árinu 2024 hlutu samtals 66 frumkvæðisverkefni brautargengi úr frumkvæðissjóðum DalaAuðs, Sterks Stöðvarfjarðar, Sterkra Stranda og Betri Bakkafjarðar. Samtals voru til ráðstöfunar tæpar 64 m.kr. úr sjóðunum í ár, þ.m.t. fjármunir sem bættust við frá verkefnum þar sem styrkfé hafði verið skilað og styrkþegar hætt við verkefni.
Meira

Áfram Ísland!

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar nú tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2025 í þessum landsliðsglugga en liðið þarf þrjú stig til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í júlí á næsta ári. Fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli í dag kl. 16:15 en þá kemur sterkt landslið Þýskalands í heimsókn. Fyrir islenska liðinu fer Glódís Perla Viggósdóttir sem er einnig fyrirliði stórliðs Bayern Munchen í þýsku Búndeslígunni en Glódís er ættuð frá Skagaströnd.
Meira

Draumaprinsinn þarf að vera vel fjáður, ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis!

Það ráku eflaust margir lesendum Bændablaðsins upp stór augu þegar þeir lásu blað vikunnar sem kom út í gær, fimmtudaginn 11. júlí, því á bls. 7 er heilsíðu ,,auglýsing" með einstæðum bændum. Tilgangur síðunnar er að finna draumamaka fyrir þessa flottu bændur en þarna var allavega eitt mjög kunnuglegt andlit á ferðinni. Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra og ráðunautur hjá RML, var þar á meðal. Feykir var fljótur að senda henni nokkrar spurningar sem að sjálfsögðu tók vel í. 
Meira

Aðeins 881 tonn eftir af aflaheimildum strandveiðitímabilsins

Á vefnum 200 mílur á mbl.is segir að vís­bend­ing­ar séu um að Fiski­stofa muni stöðva strand­veiðar í næstu viku, en óljóst er hvort síðasti veiðidag­ur verði á miðviku­dag eða fimmtu­dag. Eins og staðan er núna er aðeins 881 tonn eft­ir af þeim 2.000 tonnum sem matvælaráðherra undirritaði breytingar á þann 27. júní sl.. Með aukningunni fór heildarráðstöfun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum upp í 12.000 tonn.
Meira

Krakkarnir í Sumarfjöri í Húnabyggð buðu eldri borgurum á kaffihús í Húnaskóla

Á Facebook-síðu Húnabyggðar var skemmtileg færsla með fullt af myndum af krökkunum í Sumarfjöri, námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára, ásamt eldri borgurum. Síðastliðinn miðvikudaginn buðu þau nefnilega öllum eldri borgurum í Húnabyggð í kaffi í mötuneyti Húnaskóla því þar voruð þau búin að setja upp kaffihús.
Meira

Veiði í Miðfjarðará mun betri en í fyrra en Blanda döpur

Húnahornið segir frá því að laxveiði sé tekin að glæðast. Samkvæmt veiðitölum á vef Landssambands veiðifélaga er Miðfjarðará nú orðin fjórða aflahæsta laxveiðiá landsins en nýjustu tölur, sem uppfærðar voru í fyrrakvöld, hafa veiðst 286 laxar í ánni sem er talsvert meira en á sama tíma í fyrra þegar um 168 laxar höfðu veiðst. Aðeins hafa 49 laxar veiðst í Blöndu en voru 140 talsins á sama tíma í fyrra. Í Blöndu hafa hins vegar veiðst 49 laxar nú en á sama tíma í fyrra höfðu um 140 laxar veiðst þar.
Meira