A-Húnavatnssýsla

Fallþungi yfir 17 kg á Norðurlandi vestra

 Bændablaðinu var fyrr í mánuðinum sagt frá því að meðalfallþungi lamba á landinu hafi verið 16,94 kg í ár sem er sá þriðji mesti í sögunni. Fallþunginn var mestur á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Suðurlagndi þar sem hann var alls staðar vel yfir 17 kg. Meðaleinkunn fyrir gerð var 9,45 og 6,39 fyrir fitu.
Meira

Látum ljósin loga í sveitunum | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Íslenskir bændur lifa ekki af launum sínum, eru í stöðugum taprekstri og þurfa að vinna tvöfalt jafnvel þrefalt á við annað fólk. Það er mikilvægt að í nýju stuðningskerfi landbúnaðarins fái bændur mannsæmandi laun fyrir að sinna því mikilvæga samfélagshlutverki að framleiða matinn sem við hin þurfum á að halda, yrkja land og huga að umhverfinu. Matvælaframleiðsla er ekki aðeins mikilvæg fyrir heilsu almennings og efnahag, heldur einnig grundvöllur sjálfstæðis okkar sem þjóðar. Við verðum að horfast í augu við þá pólitísku staðreynd að án bænda verður enginn íslenskur landbúnaður.
Meira

Songs in the Key of Life gaf Gunnari hálfpartinn nýja sýn á tónlist / GUNNAR SIGFÚS

Að þessu sinni er það íbúi í Kópavogi sem svarar Tón-lystinni, Gunnar Sigfús Björnsson, bassaleikari af árgangi 1991. „Ég er fæddur á Sauðárkróki og uppalinn að miklu leyti á Varmalæk í Lýtingsstaðahrepp. Foreldrar mínir eru Björn Sveinsson frá Varmalæk og Sólveig Sigríður Einarsdóttir frá Mosfelli. Ég flutti að Mosfelli í Austur-Húnavatnssýslu fyrir grunnskóla og var í Húnavallaskóla en var þó mikið í Skagafirði líka,“ segir Gunnar Sigfús.
Meira

Rithöfundakvöld Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Rithöfundakvöld Héraðsbókasafns Skagfirðinga, sem fram fer á safninu miðvikudagskvöldið 20. nóvember kot hefst kl. 20, er árviss atburður sem margir bíða með eftirvæntingu. „Óhætt er að segja að það sé hápunktur starfsársins hjá okkur,“ segir Fríða Eyjólfsdóttir, starfsmaður bókasafnsins
Meira

Málæði í kvöld í tilefni af Degi íslenskrar tungu

Nemendur á unglingastigi Grunnskólans austan Vatna og Grunnskóla Húnaþings vestra tóku þátt í verkefninu Málæði á vegum List fyrir alla líkt og Feykir hefur sagt frá. Í kvöld verða krakkarnir síðan í Sjónvarpinu þar sem fylgst verður með þeim vinna við lögin sem þau sömdu ásamt útvöldum tónlistarmönnum. Lögin í Málæði eru þegar komin á Spotify og einfaldast að slá inn í leit Málæði 2024 og nemendurnir mega sannarlega vera rígmontnir með niðurstöðuna.
Meira

Leggst sauðfjárslátrun af á Hvammstanga og Blönduósi?

RÚV sagði frá því í vikunni að Kaupfélag Skagfirðinga hafi llagt til við stjórn Sláturhúss Kaupfélags Vestur-Húnvetninga að slátrun verði hætt í sláturhúsinu. Þetta staðfestir Þórunn Ýr Elíasdóttir, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga í samtali við RÚV. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á helmingshlut í sláturhúsinu á móti KS og þarf því að samþykkja breytingarnar.
Meira

Jólamarkaður á Skagaströnd

Næstkomandi laugardag 16. nóvember frá klukkan 13:00 - 17:00 verður jólamarkaður í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd. 
Meira

Sterkari sveitir eru allra hagur | Njáll Torfi, Björn Bjarki og Vilhjálmur skrifa

Reglulega kemur upp umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði. Í ritinu Ræktum Ísland, skýrslu Björns Bjarnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur, er efninu gerð verðug skil. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað flutt frumvörp um ýmsar aðgerðir til að auðvelda ættliðaskipti á bújörðum.
Meira

Byggðarráð Húnabyggðar vill að KS komi fram við starfsmenn af virðingu

Í fundargerð byggðarráðs Húnabyggðar í gær er lýst yfir þungum áhyggjum af „...þeim fréttum sem nú berast frá Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vegna hagræðingaraðgerða í starfsemi félagsins í kjölfar sameiningar KS og Kjarnafæði - Norðlenska hf. (KN). Áhyggjurnar snúa fyrst og fremst að þeirri óvissu sem ríkir um þær ákvarðanir sem búið er að taka, kynna á fundi og að því er virðist ekki fyrir starfsmönnum félagsins.“
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis 30. nóvember 2024

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember 2024 er hafin. Greiða má atkvæði utan kjörfundar á kjörstöðum innan umdæmisins sem hér segir: Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 - 15:00. Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 - 15:00. Hvammstanga, ráðhúsi Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga, mán - fimmtudaga kl. 10:00 - 14:00 og fös kl. 10:00 - 12:00. Skagaströnd, stjórnsýsluhúsi að Túnbraut 1-3, Skagaströnd, mán - fimmtudaga kl. 09:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00, föstudaga kl. 09:00 – 12:00.
Meira