Kosningar til Alþingis | Högni Elfar Gylfason skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
21.11.2024
kl. 07.23
Undanfarið hefur mikill hamagangur verið í landsmálunum og pólitíkinni. Hin ólánlega ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sprakk með látum og boðað hefur verið til alþingiskosninga. Ekki er með góðu móti hægt að halda því fram að landsmenn hafi orðið hissa eftir óstjórn og síendurtekin átök innan stjórnarinnar. Reyndar gerði nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, tilraun til að telja fólki trú um að hún hefði orðið hissa, en þær tilraunir hafa í besta falli vakið mönnum kátínu eftir þær yfirlýsingar og afarkosti sem hún og landsfundur VG settu samstarfsflokkum sínum fyrir skemmstu.
Meira