Málæði í kvöld í tilefni af Degi íslenskrar tungu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni
16.11.2024
kl. 13.29
Nemendur á unglingastigi Grunnskólans austan Vatna og Grunnskóla Húnaþings vestra tóku þátt í verkefninu Málæði á vegum List fyrir alla líkt og Feykir hefur sagt frá. Í kvöld verða krakkarnir síðan í Sjónvarpinu þar sem fylgst verður með þeim vinna við lögin sem þau sömdu ásamt útvöldum tónlistarmönnum. Lögin í Málæði eru þegar komin á Spotify og einfaldast að slá inn í leit Málæði 2024 og nemendurnir mega sannarlega vera rígmontnir með niðurstöðuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.