A-Húnavatnssýsla

Bragðmikill kjúklingaréttur og klikkuð kókosbolluterta

Þegar kólnar svona í veðri þá langar mig helst til að skríða undir teppi upp í sófa og horfa á Netflix, þegar ég kem heim úr vinnunni á virkum dögum. Þá endar kvöldmaturinn yfirleitt með því að það er eitthvert snarl í matinn, krökkunum til mikillar gleði. En um helgar er annað upp á teningnum en þá nenni ég að brasa aðeins í eldhúsinu og þá er gott að eiga nokkrar góðar uppskriftir til að matreiða.
Meira

Vel mætt á íbúafundi um mögulega sameiningu í Austur-Húnavatnssýslu

Góð þátttaka var á íbúafundum um mögulega sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar þann 3. og 6. mars sl. en þeir voru haldnir í gegn um fjarfundakerfi. Á fyrri fundinn skráðu sig um 100 þátttakendur, en á heimasíðu verkefnisins segir ljóst að við nokkrar tölvur hafi fleiri en einn tekið þátt. Auk þeirra fylgdust svo rúmlega hundrað manns með útsendingu á Facebooksíðunni „Húnvetningur“.
Meira

Stormur, snjókoma og gul viðvörun

Nú er í gildi gul viðvörun vegna veðurs fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra, þar sem íbúar svæðisins mega búast við hvassviðri, stormi, snjókomu og skafrenningi. Þá er varað við versnandi akstursskilyrði en blint getur orðið einkum á fjallvegum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að á Holtavörðuheiði sé hálka og hvassviðri og vegna vinnu við Heiðarsporð er umferðarhraði lækkaður niður í 50 km/klst. og gæti komið til stuttra lokana næstu vikur.
Meira

Hálft hundrað milljóna á Þrístapa

Í úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir árið 2021 fékk Húnavatnshreppur 51.500.000.- krónur til uppbyggingar á Þrístöpum, aðkomusvæði, bílastæði, stígagerð og fræðsluskilti.
Meira

Verkís opnar skrifstofu á Blönduósi

Mánudaginn 1. mars síðastliðinn skrifaði Verkís verkfræðistofa undir leigusamning við Ámundakinn ehf vegna skrifstofuhúsnæðis að Húnabraut 13 á Blönduósi. Þar hefur Verkís nú þegar opnað skrifstofu og er stefnt að því að hún verði opin einu sinni í viku að jafnaði og jafnvel oftar ef þörf þykir.
Meira

Mottukeppnin fær frábærar viðtökur

Nú í mars fór mottukeppnin í gang eftir fimm ára hlé og er samkvæmt tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu er hún í fullum gangi og fær frábærar viðtökur. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis, Skokkhóp Vals og bændurna á Gilsbúinu í Skagafirði.
Meira

MUSHROOM er málið hjá Sveppa - Ungur athafnamaður hannar og framleiðir fatalínu

MUSHROOM er fatamerki sem hannað er af Sverri Má Helgasyni 15 ára nemanda við Norðlingaskóla. Sverrir Már er kallaður Sveppi og nafnið á fatamerkinu MUSHROOM er komið til vegna gælunafns hans. Það sem gerir þetta verkefni áhugavert fyrir Feyki er að Sverrir á ættir sínar að rekja norður yfir heiðar en móðir hans, Valgerður Karlotta Sverrisdóttir, er brottfluttur Króksari dóttir Sverris Valla og Lottu, Karlottu Sigurðardóttur sem uppruna sinn rekur á Blönduós. Feykir forvitnaðist örlítið um Sverri og fatalínuna sem vakið hefur töluverða athygli.
Meira

Skuggi nagar allt nema dótið sitt

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Það gæludýr sem ekki finnst á öðruhvoru heimili eins og hundar og kettir eru kanínur en þær eru orðnar hluti af dýralífi Íslands því þær finnast villtar víða á landinu. Á Blönduósi býr hún Hulda Birna Vignisdóttir, dóttir Sigrúnar Óskarsdóttur og Vignis Björnssonar, ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Birnu, en þær eiga lítinn krúttlegan loðbolta sem heitir Skuggi og kom nýlega inn á heimilið þeirra.
Meira

Mataruppskriftir sem gera gott laugardagskvöld enn betra!

Matgæðingar í tbl 38 2020 eru þau Viktor Guðmundsson og Ragna Fanney Gunnarsdóttir. Þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga þrjú börn. Viktor er matreiðslumaður á Málmey Sk 1 og sér einnig um eldamennskuna þegar hann er í landi. Ragna er leik- og grunnskólakennari og vinnur í Árskóla. Hún hefur meira gaman af því að gera eftirréttina og sósurnar og reynir að komast af með sem minnsta eldamennsku þegar Viktor er á sjónum.
Meira

Ert þú með nikkelóþol?

Ef þú færð húðertingu undan skartgripum sem eru óekta þá eru ágætar líkur á því að þú sért einnig með óþol fyrir nikkelríkri fæðu. Já þú last rétt... það leynist nikkel í mörgum fæðutegundum sem við neytum á hverjum degi og fyrir þann sem er að taka til í mataræðinu sínu með að borða hollari fæðutegundir getur þetta óþol ruglað marga í rýminu því það leynist nikkel í mörgu sem er hollt.
Meira