A-Húnavatnssýsla

Gönguhópur Blönduóss á Spákonufell

„Gönguhópur Blönduóss er hugsaður sem óformlegur hópur fólks sem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur,“ segir Róbert Daníel Jónsson, annar forsprakki hópsins. Hann segir að ekki sé boðið upp á skipulagða leiðsögn í þessum göngum, en allir hvattir til að deila fróðleik sem þeir búa yfir.
Meira

Dekurdýr sem yljar hjartanu

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Hundar eru með vinsælustu gæludýrunum og þurfa þeir flest allir daglega hreyfingu en það á ekki við um hundinn hennar Lee Ann Maginnis, sem neitar að fara út ef það er blautt og leiðinlegt veður. Lee Ann er dóttir Jóhönnu G. Jónasdóttur, kennara í Blönduskóla, og Jóns Aðalsteins Sæbjörnssonar (Alla), eftirlitsmanns hjá Vinnueftirlitinu. Hún býr á Blönduósi ásamt syni sínum og krúttlega Pug hundinum Míu sem er mikið dekurdýr.
Meira

Enn eru samningar við bændur sem fengu riðu á bú sín í haust ófrágengnir

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi, beindi í gær spurningum til landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma Alþingis um stöðu á samningum við þá bændur í Skagafirði sem þurftu að skera niður vegna riðu sl. haust og hver staðan væri við endurskoðun reglugerðar þar að lútandi, en ráðherra boðaði endurskoðun á reglugerðinni fyrir nokkru síðan. Að sögn Kristjáns Þórs eru samningar langt komnir.
Meira

Kjúklingasúpa og guðdómlegt gums

Sigríður Stefánsdóttir og Halldór G. Ólafsson, sem búa í Sænska húsinu á Skagaströnd, voru matgæðingar vikunnar í tbl 43, 2020. Sigríður, eða Sigga hjúkka eins og hún er oftast kölluð af samborgurum sínum, er hjúkrunarfræðingur hjá HSN og vinnur á heilsugæslunni þar sem hún hefur fylgt fólki bókstaflega frá vöggu til grafar. Halldór, sem oftast er kallaður Dóri, er menntaður sjávarútvegsfræðingur en starfar nú sem framkvæmdastjóri BioPol ehf.
Meira

Útgerðin kemst billega frá borði :: Guðjón S. Brjánsson skrifar

Grænlendingar hafa gert fjögurra ára fiskveiðisamning við Evrópusambandið sem greiðir u.þ.b. 119 krónur á hvert veitt kg þorskígildis. Það sem íslenska ríkið fær aftur á móti í gegnum veiðigjald og tekjuskatt vegna nýtingar á auðlind sinni er meira en fjórfalt lægri upphæð eða um 27 krónur. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um óeðlilega skiptingu auðlindarentunnar í umhverfi íslensks sjávarútvegs?
Meira

Hacking Norðurland - viltu vera frumkvöðull yfir eina helgi?

Eimur, SSNV, SSNE og Nýsköpun í norðri í samstarfi við Hacking Hekla, Nordic Food in Tourism og Íslandsbanka bjóða skapandi heimamönnum á Norðurlandi að verja helgi sem frumkvöðlar og vinna að hugmyndum og verkefnum sem “uppfæra” svæðið. Sigurteymi Hacking Norðurland hlýtur peningaverðlaun.
Meira

Skráning í stafrænt Ullarþon framúr björtustu vonum. Enn er hægt að skrá sig

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon daganna 25. - 29. mars nk. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Ull er ekki bara band! Eiginleikar ullarinnar eru margþættir.
Meira

Lamba-, ær-, og folaldakjöt frá Sölvanesi

Hjónin Rúnar Máni Gunnarsson og Eydís Magnúsdóttir, sem búa á bænum Sölvanesi í Skagafirði, bjóða upp á ýmislegt góðgæti í bíl smáframleiðenda þegar hann er á ferðinni. Í Sölvanesi er rekinn búskapur með sauðfé og hross en einnig bjóða þau upp á gistingu þar sem náttúruunnendur og útivistarfólk ætti að hafa nóg fyrir stafni því margar góðar gönguleiðir eru í námunda við bæinn.
Meira

Samræmdum könnunarprófum aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa hefðbundnum samræmdum prófum í ensku og stærðfræði, sem ráðgert var að leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku. Þessi ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra byggir fyrst og fremst á hagsmunum nemenda og sjónarmiðum skólasamfélagsins, eins og segir á vef stjórnarráðsins.
Meira

Flutningabílar þvera þjóðveg 1 við Hvammstangaafleggjara

„Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvammstangaafleggjara þar sem flutningabílar þvera veg og er beðið með aðgerðir vegna veðurs,“ segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegfarendur eru beðnir um að kanna aðstæður áður en haldið er af stað í ferðalag. Holtavörðuheiði er opin en hálka og skafrenningur er á heiðinni og Þverárfjall ófært vegna veðurs.
Meira