A-Húnavatnssýsla

Auglýst eftir frambjóðendum á lista VG í Norðvesturkjördæmi

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum á lista hreyfingarinnar í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Forvalið fer fram með rafrænum hætti dagana 23., 24. og 25. apríl. Kosning hefst á miðnætti 23. apríl og stendur til kl. 17.00 þann 25. apríl.
Meira

Kormákur Hvöt ætlar sér upp um deild

Undanfarin 10 ár hafa Kormákur frá Hvammstanga og Hvöt frá Blönduósi sent sameiginleg lið til leiks í mótum KSÍ í meistaraflokki karla. Í tilefni af þessum áfanga blés nýtt meistaraflokksráð í herlúðra og horft er til sumarsins mjög björtum og metnaðarfullum augum.
Meira

Vilja banna blóðmerahald á Íslandi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um velferð dýra þar sem lagt er til að svokallað blóðmerahald verði bannað. Ef breytingin nær fram að ganga verður bannað að taka blóð úr fylfullum merum á Íslandi í þeim tilgangi að selja það eða vinna úr því vöru til sölu
Meira

Stefnt að opnun Skíðaskála í Tindastól um páskana

Á skíðasvæði Tindastóls er nú verið að standsetja heilmikið mannvirki úr 27 gámum sem áður gegndu hlutverki vinnubúða hjá Landsvirkjun og að áliti sérfræðinga í góðu ásigkomulagi. Grunnur var steyptur síðasta sumar sem gámunum hefur verið komið fyrir á og munu þeir í framtíðinni þjóna útivistarfólki hvort heldur sem er sumar eða vetur. Vonir standa til að opna megi hinn nýja skíðaskála um páskana og hafði Feykir samband við Sigurð Bjarna Rafnsson, formann skíðadeildar Tindastóls, og forvitnaðist um málið.
Meira

Bókasafnið á Steinsstöðum sameinast Varmahlíðarstarfssöð

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Svf. Skagafjarðar var tekið fyrir erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði um rekstur bókasafna í framhéraði Skagafjarðar og samþykkt að leggja niður starfsstöð bókasafnsins á Steinsstöðum og sameina starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð frá og með 1. mars nk.
Meira

Alþjóðleg verðlaunasamkeppni um nýsköpun fyrir sjálfbæran landbúnað og matvæli

Á heimasíðu MAST kemur fram að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) kalli eftir umsóknum í alþjóðlega verðlaunasamkeppni um nýsköpun fyrir sjálfbæran landbúnað og matvæli. Viðfangsefnið að þessu sinni er nýsköpun til að umbreyta matvælakerfum (e. „Innovation to transform food systems“).
Meira

Rúmlega 1000 skammtar af bóluefni til Norðurlands í dag

Í dag koma 1000 skammtar af Pfizer bóluefninu og tæplega 80 skammtar af Moderna bóluefninu til Norðurlands eftir því sem fram kemur á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en fyrr nefnda bóluefnið er ætlað fyrir seinni bólusetningu hjá þeim sem voru bólusettir 19. – 25. janúar. Á Hsn.is segir að Moderna bóluefnið verði meðal annars nýtt til að bólusetja starfsfólk heimahjúkrunar og starfsfólk í dagdvölum á Akureyri og í nærliggjandi byggðum og þeir skammtar nýttir fyrir vikulok. Hafa þá um 1520 manns verið bólusettir að fullu og 280 til viðbótar fengið fyrri skammt.
Meira

Veitum frelsi

Bændur hafa átt við ramman reip að draga um áratuga bil. Ferðaþjónustan var lyftistöng um stundarsakir en margir sitja þó eftir með sárt ennið þar sem innviðauppbygging er kostnaðarsöm og ekki er hægt að þjónusta fleiri, hækka veð eða selja fyrirtækið þegar viðskiptavinirnir eru erlendis. Ferðamennirnir halda sig heima. Það er gríðarlegur aðstöðumunur milli búgreina og mjólkurframleiðendur hafa með elju sinni náð að halda taktinum með þróuninni og sjálfvirknivætt rekstur sinn að hluta.
Meira

Búist við að bólusetning verði langt komin í lok júní

Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólusetja tæplega 190.000 einstaklinga hér á landi fyrir lok júní næstkomandi með bóluefnum Pfizer, AstraZeneca og Moderna sem öll eru með markaðsleyfi og komin í notkun hér á landi, eftir því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Mun þetta vera meira en áður var vænst.
Meira

Rekstrarleyfi fiskeldis endurnýjuð til tveggja aðila í Hjaltadal

Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi til tveggja aðila vegna fiskeldis í Hjaltadal í Skagafirði. Annars vegar er um að ræða Háskólann á Hólum og hins vegar Öggur á Kjarvalsstöðum sem er skammt utan Hólastaðar. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 2. nóvember 2020 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 30. nóvember 2020.
Meira