Fræðumst um fortíðina með fornleifafræðingum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.08.2024
kl. 10.41
Á laugardaginn milli klukkan 13 og 16 taka fornleifafræðingar á móti gestum á Þingeyrum en þar hefur uppgröftur verið í gangi undanfarin sumur. Gestir fá leiðsögn og fræðslu á uppgraftarsvæðinu og boðið verður upp á örfyrirlestra í Þingeyrakirkju. Einnig verður hægt að skoða áhugaverða gripi sem fundist hafa frá tímum klaustursins, sem starfrækt var á staðnum á miðöldum. Þá fá krakkar tækifæri til að kynnast störfum fornleifafræðinga og grafa eftir gripum.
Meira