A-Húnavatnssýsla

Tilfinningar frá myrkri til ljóss

Dagana 25. nóvember til 1. desember komu ungmenni frá sveitum Toskana á Ítalíu, Pyhtää í Finnlandi og Húnaþingi vestra á Íslandi saman til þátttöku í Miðnæturljósi, Erasmus+ verkefni, sem miðar að því að hvetja til sköpunar og sjálfstjáningar. Íslenski hluti verkefnisins var skipulagður í samstarfi við Húnaklúbbinn, sem er félag ungs fólks í Húnaþingi vestra, og Félagsmiðstöðina Órion.
Meira

Árlegir jólatónleikar Lóuþræla í kvöld í Félagsheimilinu á Hvammstanga

Karlakórinn Lóuþrælar býður á jólatónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, fimmtudaginn 12. desember, kl. 20:00. Tónleikarnir eru orðnir fastur liður í aðventunni og hafa þeir haldið jólatónleika í hátt í tuttugu ár. Kórinn syngur fyrst og fremst jólalög og er frítt inn á tónleikana. Landsbankinn býður upp á kakó og smákökur. Starf kórsins er styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV. En tónleikarnir sjálfir í boði Landsbankans og Húnaþings vestra. Feykir spjallaði við Júlíus Guðna formann Lóuþrælanna um sönginn og kórstarfið.
Meira

Frestur rennur út á miðnætti þann 15. janúar 2025

SSNV kallaði fyrr í þessum mánuði eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra fyrir árið 2024 og er þetta í sjötta sinn sem þessi viðurkenning verður veitt. Veittar eru viðurkenningar í tveimur flokkum; verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og verkefni á sviði menningar. Viðurkenningarnar geta fallið í hlut einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja eða stofnana á Norðurlandi vestra fyrir framlag sitt í ofangreindum flokkum og er tekið við tilnefningum til miðnættis 15. janúar 2025 í gegnum rafrænt skráningarform. Ekki er tekið við tilnefningum með öðrum hætti.
Meira

SSNV setur saman jólagjafalista úr heimabyggð

Lenda ekki allir í því að vita ekkert hvað á að gefa þessum og hinum í jólagjöf. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var að uppfæra jólagjafalistann sinn og hefur gert hann aðgengilegan á heimasíðunni sinni með fullt af sniðugum jólagjöfum úr héraðinu.
Meira

Húnabyggð áætlar jákvæða rekstrarniðurstöðu á næsta ári

Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2025 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 10. desember. Áætlað er að heildartekjur verði 2.931 milljón króna á næsta ári og rekstrargjöld 2.578 milljónir. Afskriftir eru áætlaðar 140 milljónir og fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir um 194 milljónir. Rekstrarniðurstaðan er því áætluð jákvæð um 19 milljónir króna segir á huni.is. 
Meira

Húnahornið óskar eftir tilnefningum um fallega skreytt jólahús í Húnabyggð

Á heimasíðu Húnahornsins (huni.is) segir að sú hefð hefur skapast á Húnahorninu í desember að velja Jólahús ársins í Húnabyggð. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahúsnæði. Samkeppnin um Jólahúsið 2024 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Þetta er í 23. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins.
Meira

Stjórn Búsældar ákvað að selja hlutinn í heild til Kaupfélags Skagfirðinga

Í byrjun júlí gerði Kaupfélag Skagfirðinga tilboð í hlut bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona í Kjarnafæði-Norðlenska sem samanlagt áttu 57% í kjötvinnslunni í gegnum eignarhaldsfélagið Búsæld. Yfir 400 bændur áttu einnig hlut í félaginu og var þeim einnig boðið að selja til Kaupfélagsins og fengu frest til 3. september til að svara hvort þeir hefðu áhuga eða ekki. Í ljósi afgerandi niðurstöðu hluthafa til sölunnar ákvað stjórn Búsældar að selja hlutinn í heild.
Meira

Björgunarfélagið Blanda vígði nýtt húsnæði á 25 ára afmæli félagsins

Fjölmenni var við vígslu nýs húsnæðis og 25 ára afmælis Björgunarfélagsins Blöndu um helgina en blásið var til hátíðardagskrár á laugardaginn og stóð dagskráin frá kl. 12:00 til 17:00. Liðlega 200 manns litu við og skoðuðu glæsilegt húsnæði félagsins sem staðsett er í nýju húsnæði uppi á svokölluðu Miðholti á Blönduósi, segir á huni.is.
Meira

Meistaraflokkur karla spilar við Keflavík í VÍS bikarnum í kvöld kl. 19:15

Það er leikdagur í dag hjá meistaraflokki karla en þeir mæta eldspræku liði Keflavíkur í Blue-höllinni kl. 19:15. Stólastrákar spiluðu reyndar við þá sl. föstudag og við skulum bara ekkert tala um þann leik því það er lítið frá honum að segja þar sem Keflavík pakkaði þeim saman og var með yfirhöndina allan leikinn. Við skulum vona að þeir fari ekki eins illa með okkur í kvöld því það væri mjög sætt að komast áfram í bikarkeppninni eins og stelpurnar náðu að gera á laugardaginn þegar þær mættu Evu og stelpunum í liði Selfoss í Vallarhúsinu á Selfossi og unnu sannfærandi sigur 60-102. 
Meira

Ljósleiðari fór í sundur við Skagaströnd í morgun

Huni.is segir frá því að mestallt fjarskiptasamband hafi legið niðri á Skagaströnd frá því í morgun eftir að ljósleiðarastrengur fór í sundur vegna vatnavaxta í Hrafná. Áætlað var að viðgerð á ljósleiðaranum myndi taka um sex klukkustundir og mátti því búast við að netsamband yrði komið aftur á um klukkan 14 í dag.
Meira