A-Húnavatnssýsla

Orkusetur Orkustofnunar auglýsir eftir styrkumsóknum

Athygli er vakin á styrkjamöguleika til kaupa á sólarsellum hjá Orkusetri Orkustofnunar. Um samkeppnissjóð er að ræða, við val á umsóknum er horft til verkefna þar sem notkun og framleiðslugeta fara hvað best saman. Styrkurinn nemur aldrei meira en 50% af efniskostnaði.
Meira

Sjö einstaklingar fá úthlutað úr Húnasjóði

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að á 1220. fundi byggðarráðs sem fram fór 6. ágúst sl. voru styrkveitingar úr Húnasjóði árið 2024 ákvarðaðar. Alls bárust 7 umsóknir sem allar uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Til ráðstöfunar í ár voru kr. 600 þúsund sem skiptast á milli umsækjenda svo í hlut hvers koma kr. 85 þúsund.
Meira

Opin golfkennsla á Hlíðarendavelli nk. sunnudag - komdu og prófaðu!

Næstkomandi sunnudag, 11. ágúst, verður opin golfkennsla á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki frá kl 12:00-14:00. PGA golfkennaranemar frá Norðurlandi munu sjá um kennsluna og verður í boði bæði púttkennsla á æfingagríni og sveiflukennslu á æfingasvæðinu.
Meira

Húnaþing vestra áformar að ljósleiðaravæða þéttbýli sveitarfélagsins

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að sveitarfélagið áformi að taka tilboði háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis um að ljósleiðaravæða þau heimili í þéttbýli sveitarfélagsins sem eru ekki nú þegar komin með ljósleiðaratengingu. Sjá nánar hér. En áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi atriði:
Meira

Rúður brotnar og tæki skemmd

Eignaspjöll voru unnin í Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Rúður voru meðal annars brotnar í nýja hluta skólans þar sem eldhúsið er og skemmdir unnar á tækjum. Líklega er um milljóna króna tjóna að ræða. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins og óskar eftir ábendingum um mannaferðir við grunnskólann frá klukkan 15 í gær til klukkan sjö í morgun, segir á huni.is.
Meira

Laxveiðin víðast hvar betri en í fyrra í Húnavatnssýslum

Húnahornið er sem fyrr með allt á hreinu þegar kemur að veiði í húnvetnskum laxveiðiám. Veiðisumarið fór rólega af stað en hefur heldur betur tekið kipp því veiði er mun betri en hún var á svipuðum tíma í fyrra og sérstaklega gáfu síðustu vikutölur fyrirheit um væna sveiflu. Það er einvörðungu Blanda sem hefur gefið færri laxa en síðasta sumar en síðasta vika lofar góðu.
Meira

Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga á morgun

Veðurstofan hefur smellt gulri veðurviðvörun á Strandi og Norðurland vestra frá miðnætti og fram yfir miðjan dag á morgun. Spáð er norðaustan hvassviðri vestantil á svæðinu og spáin gerir sömuleiðis ráð fyrir vondu veðri á annesjum. Skaglegra veður ætti að verða inn til landsins þar sem reiknað er með að vindur verði um eða undir 10 m/sek og hitinn alla jafna á bilinu 10-15 gráður.
Meira

Hákon Þór endaði leikana með fullkominni umferð

Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson klikkaði ekki á skoti í síðustu umferð sinni á Ólympíuleikunum í París í dag. Hákon Þór lauk keppni í 23. sæti í leirdúfuskotfimi og er það besti árangur Íslendings á Ólympíuleikunum í greininni.
Meira

Nýtt listaverk afhjúpað á Skagaströnd í dag

Nes listamiðstöð stendur fyrir opnun á nýju listaverki við gatnamót Hólanesvegar og Oddagötu á Skagaströnd í dag. Það er listamaðurinn Adam Eddy sem bjó til listaverkið sem á að spegla mynd af Spákonufelli niður í gegnum húsið á hvítt borð.
Meira

Hákon Ólympíufari bæði húnvetnskur og skagfirskur

Ólympíuleikarnir standa nú sem hæst í París í Frakklandi og í dag keppti Hákon Þ. Svavarsson í skotfimi. Skagfirskur íbúí í Mosfellsbæ hafði samband við Feyki af þessu tilefni og tilkynnti að hann hefði hitt konu í ræktinni í morgun sem sagði honum að Svavar þessi væri af skagfirskum ættum.
Meira