Húnaþing vestra og Dalabyggð ræða mögulega sameiningu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.12.2024
kl. 09.05
Á fréttavefnum huni.is segir að samtöl eru hafin um hugsanlega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í gær og fjallað um í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna er um 1.900 manns. Magnús Magnússon, oddviti Húnaþings vestra, segir í samtali við Morgunblaðið að nokkuð sé síðan þreifingar um málið hófust og að það verði tekið til umræðu á opnum fundi á vegum sveitarstjórnar í Félagsheimili Hvammstanga í dag.(var í gær)
Meira