Hátt í helmingi fleiri laxar veiðst í Miðfjarðará í ár en í fyrrasumar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.08.2024
kl. 21.18
Húnahornið segir frá því að Miðfjarðará ber höfuð og herðar yfir húnvetnskar laxveiðiár en síðustu sjö daga hafa veiðst rúmlega 210 laxar í ánni á tíu stangir, sem samsvarar þremur löxum á stöng á dag. Heildarveiðin er komin í 1.701 lax en á sama tíma í fyrra var hún um 890 laxar og vikuveiðin 107 laxar. Líklega mun veiði í ánni tvöfaldast í sumar miðað við fyrrasumar. Miðfjarðará er þriðja aflamesta á landsins en fyrir ofan hana eru Þverá/Kjarrá með 1.909 laxa og Ytri-Rangá með 2.536 laxa.
Meira