Húnabyggð áætlar jákvæða rekstrarniðurstöðu á næsta ári
Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2025 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 10. desember. Áætlað er að heildartekjur verði 2.931 milljón króna á næsta ári og rekstrargjöld 2.578 milljónir. Afskriftir eru áætlaðar 140 milljónir og fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir um 194 milljónir. Rekstrarniðurstaðan er því áætluð jákvæð um 19 milljónir króna segir á huni.is.
Veltufé frá rekstri er áætlað 260 milljónir en afborganir langtímalána 253 milljónir. Áætlað er að nýjar lántökur nemi 240 milljónum og fjárfestingar eru áætlaðar 360 milljónir. Verkefnin verða svipuð og í ár þ.e. uppbygging og viðhald grunninnviða sem sveitarfélagið er með til að veita þjónustu sem því ber. Stærri verkefni eru t.d. vatnsveituverkefni, fráveituverkefni, gatnagerð, nýtt klórkerfi í sundlaug, framkvæmdir við fasteignir og fleira. Þá verður byrjað á byggingu nýs þjónustukjarna fyrir fólk með fötlun.
- - - - -
Heimild: Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.