A-Húnavatnssýsla

Austmenn rændu og rupluðu í Vestrinu

Leikið var á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í 2. deildinni í dag en þá mættust heimamenn í Kormáki/Hvöt og gestirnir í Höttur/Huginn. Semsagt fjögurra liða leikur. Gestirnir úr austrinu hafa verið á góðu skriði upp á síðkastið, höfðu unnið síðustu þrjá leiki og létu það ekki trufla sig mikið að lenda undir því þeir snéru taflinu við á Tanganum og hirtu öll stigin sem í boði voru í 1-2 sigri.
Meira

Rústir Þingeyraklausturs loks fundnar

Ríkisútvarpið segir frá því að eftir fornleifarannsóknir á Þingeyrum í Húnaþingi frá árinu 2014 hafi rústir Þingeyraklausturs loks fundnar. Sagt er frá því í fréttinni að torf virðist hafa verið þar eina byggingarefnið, hvorki timbur eða grjót. Merkilegir trúargripir frá kaþólskum tíma hafa fundist í gröfum klaustursins.
Meira

Skemmdarverk í Húnaskóla talin upplýst

Lögreglan á Norðurlandi vestra, sem fer með rannsókn á skemmdarverkum sem unnin voru í Húnaskóla fyrr í vikunni, telur að málið sé upplýst, en veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Rúður voru brotnar og nýlegir bakaraofnar eyðilagðir og er haft eftir Önnu Margréti Sigurðardóttur, aðstoðarskólastjóra Húnaskóla að allt bendi til þess að einungis hafi verið um skemmdarverk að ræða, ekki þjófnað.
Meira

LNV óskar eftir upplýsingum vegna umferðarslyss í Langadal

Lögreglan á Norðurlandi vestra óskar eftir upplýsingum um umferðarslys sem varð á þjóðvegi 1 (Norðurlandsvegi) í Langadal, á vegarkafla skammt frá bænum Auðólfsstöðum, sunnudaginn 30. júní síðastliðinn um kl. 18:30. Í þágu rannsóknar málsins óskar lögreglan eftir upplýsingum um bifreið sem ekið var í átt að Blönduósi, fram úr nokkrum bifreiðum, með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjóls, sem ekið var úr gagnstæðri átt, í átt að Varmahlíð, slasaðist.
Meira

Gleðilega hinsegin daga – um allt land

Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er.
Meira

Íslandsmót í hrútadómum á Sauðfjársetri á Ströndum

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þann 18. ágúst næstkomandi og hefst keppnin kl. 14. Undirbúningur fyrir helgina gengur vel. Það er alltaf góð þátttaka í hrútadómunum, en keppt er bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Venjulega eru keppendur um 50 og koma víða að. Fjölmargir mæta svo til að sjá á keppendur sýna snilli sína.
Meira

Tveir heimaleikir og Króksmót

Í kvöld fara fram tveir leikir á Sauðárkróksvelli. Stelpurnar hefja leika kl. 18:00 þegar þær mæta Þrótti. Strákarnir mæta svo liði Kríu kl. 20:15. Sjoppan verður í hvíta tjaldinu og grilluðu hamborgararnir á sínum stað. Frítt verður á völlinn í kvöld.
Meira

Nóg um að vera sl. viku á Hlíðarendavelli

Það hefur verið nóg um að vera á golfvellinum á Króknum sl. viku en Opna Steinullarmótið fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 3. ágúst, 8. Hard Wok háforgjafarmótið var haldið á þriðjudaginn og Esju mótaröðin var haldin í gær, miðvikudag. Það er svo ekkert lát á því í dag fer fram styrktarmót fyrir Önnu Karen og svo er Norðurlandsmótaröðin fyrir ungu kylfingana á sunnudaginn.
Meira

Flemming-púttmót á Hvammstanga

Föstudaginn 26. júlí á héraðshátíð Vestur-Húnvetninga – Eldur í Húnaþingi - fór fram í fjórtánda sinn púttmót Flemming Jessen sem hefur staðið að þessu móti með hjálp góðra vina á Hvammstanga frá 2011. Aðstaða til keppni var sæmileg, smá rekja og völlur nokkuð loðinn, en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Að þessu sinni var þátttaka lítil, en þeir sem mættu skemmtu sér vel í leiknum og nutu smá hressinga sem í boði voru. Leiknar voru 2 x 18 holur alls 36.
Meira

Skotfélagið Markviss með sitt fyrsta Viking Cup mót

Um verslunarmannahelgina fór fram fyrsta "Viking Cup" mótið í Norrænu Trappi. Um er að ræða keppni milli Skotfélaganna Markviss og Eysturskot frá Færeyjum. Hugmyndin að mótinu kviknaði í spjalli milli tveggja félagsmanna úr sitthvoru félaginu fyrir nokkru síðan og varð loks að veruleika nú í ár.
Meira