Frumniðurstöður rannsóknanna kynntar um aldur og þróun elstu byggðar í nágrenni Hólastóls
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.12.2024
kl. 15.06
Laugardaginn 7. desember var haldinn á Hólum opinn fyrirlestur á vegum Ferðamáladeildar um fornleifarannsóknir þær sem deildin hefur, ásamt UMass Boston, staðið fyrir í Hjaltadal sl. fjögur ár. Fyrirlesturinn var vel sóttur en þar voru kynntar frumniðurstöður rannsóknanna sem hafa miðað að því að kanna aldur og þróun elstu byggðar í nágrenni Hólastóls, segir á Facebooksíðu Háskólans á Hólum.
Meira