Dagatöl Pilsaþyts komin í sölu

Aðsend mynd
Aðsend mynd

Pilsaþytur í Skagafirði bjóða nú til sölu borðdagatöl til fjáröflunar fyrir starfssemi sína. Dagatölin prýða myndir af ýmiss konar þjóðbúningum við leik og störf ásamt myndum af Skagfirskum kirkjum. Þetta er sjötta árið sem dagatal Pilsaþyts kemur út. Dagatölin eru eins og áður u.þ.b. 10x20 sm á stærð og fara vel á skrifborði auk þess að vera upplögð í jólapakkann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir