Stefnt að gróðursetningu 180 þúsund trjáplantna í Spákonufelli

Spákonufell. MYND AF SKAGASTRÖND.IS
Spákonufell. MYND AF SKAGASTRÖND.IS

Sagt er frá því á heimasíðu Skagastrandar að nú á þriðjudaginn, 5. október kl. 18:00, munu fulltrúar Skógræktarinnar ásamt sveitarfélaginu halda kynningarfund um sameiginlegt skógræktarverkefni Skógræktarinnar, sveitarfélagsins og One Tree Planted í Fellsborg.

Á heimasíðu Skógræktarinnar segir: „Skógræktin hefur undirritað samning við One Tree Planted um gróðursetningu 180.000 trjáplantna í hlíðum Spákonufells ofan þéttbýlisins á Skagaströnd. Verkefninu lýkur haustið 2024 og í kjölfarið vex upp skógur sem meðal annars nýtist íbúum Skagastrandar, nágrönnum þeirra og gestum til útivistar.“

Á fundinum munu fulltrúar skógræktarinnar m.a. fara yfir ræktunaráætlun vegna verkefnsins, kynna verkþætti og áætlaða tímalínu. Fundurinn er opinn öllum og eru áhugasamir hvattir til þess að mæta.

Sjá nánar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir