Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundaði með lögreglunni á Norðurlandi vestra

Frá fundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglustjóraembættinu á Norðurlandi vestra. Mynd af FB.
Frá fundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglustjóraembættinu á Norðurlandi vestra. Mynd af FB.

Á dögunum fékk lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, góða heimsókn er almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kom til fundar með embættinu og öllum þeim aðilum og einingum sem á Norðurlandi vestra tengjast almannavörnum á einn eða annan hátt. Góð mæting var á fundinn og góður rómur að honum gerður, eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu embættissins.

„Þeir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ásamt Jóni Svanberg Hjartarsyni, fagstjóra deildarinnar og Hermanni Karlssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á norðurlandi eystra og í verkefnum á vegum almannavarnadeildar, fluttu erindi um almannavarnir. Einnig flutti Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, erindi um almannavarnir í umdæminu sem og Álfheiður Svana Kristjánsdóttur um störf Rauða krossins. Fyrst var haldinn fundur með lögreglustjóra og fulltrúum hans og svo síðar sama dag, fundur í félagsheimilinu á Blönduósi með öllum viðbragðsaðilum,“ segir í færslu lögreglunnar en meðal þess sem um var rætt voru aðgerðastjórnunarmál, viðbragðsáætlanir vegna almannavarnaástands, framtíðarsýn í almannavörnum og margt fleira.

„Mæting á fundinn var mjög góð og góður rómur að honum gerður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir