Reyna að koma í veg fyrir frekari smit hjá Lögreglunni
Mbl.is vakti athygli á því í morgun að heil vakt lögregluþjóna á Sauðárkróki hafi þurft að fara í sóttkví eftir að einn þeirra mætti til vinnu smitaður af Covid-19. Birgir Jónasson, lögreglustjóri, segir í sambandi við Feyki að verið sé að reyna að leysa málið innan þeirra vébanda og telur utanaðkomandi aðstoð ekki þurfa til.
„Við erum að reyna að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir frekari smit. Næstu dagar munu skera úr um það hvað verður. Það er grunur um eitt smit og fjórir aðrir starfsmenn sem eru í sóttkví. Annars reynum við bara að tryggja persónubundnar sóttvarnir og höfum eins lítinn samgang á milli lögreglustöðva eins og unnt er, einnig milli vakta,“ segir Birgir aðspurður um ástandið.
Hann segir þetta þó ekki alltaf einfalt en auðvitað reyni allir að passa sig. Alls starfa 19 manns hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, þar af 16 lögreglumenn sem skipta fjórum vöktum sín á milli, tvær á hvorum stað, Blönduósi og Sauðárkróki. Umrætt smit varðar eina þeirra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.