Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra er 10. nóvember

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn á netinu miðvikudaginn 10. nóvember á milli klukkan 15-17. Það eru Fagráð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem standa að Haustdeginum.

„Það er komin ágætis hefð á að ferðaþjónustan á Norðurlandi vestra taki stöðuna „síðla hausts“ og velti upp ýmsu, sem er greininni mikilvægt. Þó að ekki hafi þótt ára fyrir samkomufund í þetta skiptið viljum við halda þessum góða sið,“ segir á vef SSNV.

Eftirtalin erindi verða flutt á netfundinum:

  1. Nýr vettvangur fyrir smá og meðalstór fyrirtæki – Sigmar Vilhjálmsson, Atvinnufjelagið
  2. Hvað segja markaðirnir? - Arnheiður Jóhannsdóttir, Markaðsstaofa Norðurlands
  3. Verður samband viðskiptavina og þjónustuaðila breytt eftir Covid ? - Gústaf Gústafsson, Háskólinn á Hólum
  4. Nú er QR ! - Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, SSNV
  5. SSNV og ferðaþjónustan – Unnur Valborg Hilmarsdóttir SSNV


Vonast er til þessl að sem flestir sjái sér fært að vera vera með og hlýða á áhugaverð erindi um ýmislegt sem snertir ferðaþjónustuna þessi dægrin.

Það eru Fagráð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og SSNV sem standa að Haustdeginum. Fundarstjóri verður Davíð Jóhannsson frá SSNV.

Hlekkur á fundin er hér

Heimild: SSNV og Húni.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir