A-Húnavatnssýsla

Fyrirlestrar um sullaveiki og torfbæjarþrif

Fyrirlestrar verða haldnir í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á morgun, laugardaginn 30 október kl: 14:00. „Góðir og fróðlegir fyrirlestrar sem segja má að kallist á og vert er á að hlýða,“ segir í tilkynningu safnsins. Boðið verður upp á kaffi og spjall að þeim loknum og er aðgangur ókeypis.
Meira

Opið hús hjá Byggðastofnun

Í dag fagnar starfsfólk Byggðastofnunar loks því að hafa tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína. Húsið er að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki, sunnan við Póstinn ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum. Af þessu tilefni verður opið hús á milli kl. 14-16 í dag og er öllum velkomið að mæta og skoða nýja húsnæðið og kynna sér starfsemi stofnunarinnar.
Meira

Sundabraut og ný Breiðafjarðarferja í forgang

Nauðsynlegir innviðir á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband, góð heilbrigðisþjónusta og menntun, sem stenst samanburð við höfuðborgarsvæðið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3000 vinnustundir á dag. Það munar um minna.
Meira

KS áfram með matargjafir fyrir jólin

Fyr­ir síðustu jól og fram eft­ir þessu ári hefur Kaupfélag Skagfirðinga gefið mat­væli sem dugað hafa í nærri 200 þúsund máltíðir en um er að ræða kjöt- og mjólk­ur­vör­ur, græn­meti, kart­öfl­ur og brauð. „Það hef­ur orðið að sam­komu­lagi á milli kaup­fé­lags­ins og hjálp­ar­stofn­ana að halda þessu sam­starfi áfram núna í aðdrag­anda jól­anna,“ seg­ir Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi en KS mun áfram gefa mat­væli til nokk­urra hjálp­ar­stofn­ana hér á landi.
Meira

Undirbúa heimsiglingu Freyju til Siglufjarðar

Varðskipið Freyja er nú komið á flot í litum Landhelgisgæslunnar í Rotterdam en það var tekið upp í slipp fyrr í mánuðinum þar sem það var málað og unnið að minniháttar lagfæringum. Á Facebook-síðu Gæslunnar segir að áhöfn Freyju sé komin til Hollands og undirbýr heimsiglinguna. Eins og fram hefur komið í fréttum mun heimahöfn Freyju verða á Siglufirði og er gert ráð fyrir því að skipið komi til þangað þann 6. nóvember.
Meira

Hollur er heimafenginn biti - Leiðari Feykis

Eins og kemur fram á forsíðu Feykis þessa vikuna hefur leyfi yfirvalda fengist til að starfrækja svokölluð örsláturhús og geta bændur því selt afurðir sínar milliliðalaust hafi þeir á annað borð haft fyrir því að afla sér leyfisins. Það hefur reynst löng og þung ganga að fá þetta í gegn og kostað ýmsar fórnir. Bjarni Jónsson, sem þá var varaþingmaður VG, varpaði fram fyrir réttu ári síðan, fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann hefði í hyggju að breyta reglum um örsláturhús og auka frelsi sauðfjárbænda til að slátra eigin lömbum og selja afurðir þeirra beint til neytenda og hvort lagalegt svigrúm væri til þess. Kristján Þór svaraði því til að hugmyndir um örsláturhús eða heimasláturhús rýmdust ekki innan gildandi löggjafar eða alþjóðlegra skuldbindinga þá.
Meira

Ofurspenntir krakkar á Króksamóti

Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu á laugardaginn og var þetta í tíunda skipti sem þetta mót var haldið. Um 150 krakkar, bæði stelpur og strákar, tóku þátt og voru þátttakendur að þessu sinni að koma frá Þór Akureyri, Samherja Eyjarfjarðasveit, Smáranum Varmahlíð, Fram Skagaströnd, Hvöt Blönduósi og Tindastól Sauðárkróki.
Meira

22 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir frá því að föstudaginn 8. október síðastliðinn var brautskráningarathöfn háskólans að hausti í Hóladómkirkju en alls brautskráðust 22 nemendur að þessu sinni.
Meira

Textíll á Húnavöllum

Undirritaður hefur verið samningur um áhersluverkefni ársins 2021 sem hefur heitið Textíll á Húnavöllum. Um er að ræða tvenns konar stuðning eftir því sem fram kemur á heimasíðu SSNV.
Meira

Íslensk kjötsúpa?

Um nýliðna helgi fögnuðum við Kjötsúpudeginum hér á landi, en hefð er komin fyrir því að bjóða gestum og gangandi upp á íslenska kjötsúpu í höfuðborginni á þeim degi. Það er gert til þess að halda á lofti merkjum íslensks landbúnaðar, íslenskrar framleiðslu og íslenskrar menningar.
Meira